Hótel Adam í kastljósi fjölmiðla síðan 2016 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 19:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40
Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30