Öruggara á internetinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 Ráðstefnan hefst í Hörpu í dag klukkan níu. Fréttablaðið/SigtryggurAri Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53