Myndarleg lægðarhringrás gæti fært hlýrra loft til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 10:08 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira