„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:39 Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira