Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 15:30 Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur fjallað mikið um kynþáttafordóma í greinum sínum og ritgerðum. Vísir/Valli „Blackface er mjög tengt sögu kynþáttafordóma, eins og í Bandaríkjunum, og er ein birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft,“ segir Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, innt eftir því af hverju svokallað „blackface“-gervi teljist niðrandi. Tilefni spurningarinnar er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina og vakti mikla athygli. Í færslunni gagnrýndi Króli hljómsveitina The Hefners fyrir að klæðast „blackface“-gervinu og sýna með því kynþáttafordóma.Sjá einnig: Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Í kjölfarið furðuðu sig margir á því af hverju Króli hefði fundið sig knúinn til að vekja athygli á gervi sveitarinnar og sáu jafnframt ekkert athugavert við uppátækið, líkt og Hrafn Jónsson benti á á Twitter-reikningi sínum.Kommentin við fréttina 'Króli gáttaður á 'blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík“ eru líklega þau fyrirsjáanleglegustu sem ég man eftir. Móðursýki, PC, aumingjar, farðu ekki að grenja. Sami hópur og kvartar sem mest yfir 'þöggun“ og 'ritskoðun“. pic.twitter.com/VmphPSWNSn— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 29, 2018 „Að mínu mati þurfum við, sem erum til í samtímanum, að hafa ofsalega mikið fyrir því að loka augum og eyrum fyrir því að þetta eru hlutir sem eru niðrandi og særandi. Eins og með blackface-ið, það er búið að benda á það aftur og aftur á alþjóðavísu að þetta er niðrandi,“ segir Kristín.Einföldun að segja ásetninginn ekki til staðar Hljómsveitin The Hefners svaraði gagnrýni Króla, og annarra sem tóku undir með honum, í gær. Þar sagði Birgir Sævarsson, aðalsöngvari The Hefners, blackface-gervið alls ekki tengjast kynþáttahatri. „Það er miður að fólk túlki sýninguna okkar sem einhvers konar kynþáttafordóma, að við séum að gera lítið úr baráttu svartra eftir áralanga baráttu fyrir jafnrétti í sem víðustum skilningi. Því fer víðsfjarri,“ skrifaði Birgir meðal annars. Kristín segir slík viðbrögð byggja á mikilli einföldun á kynþáttafordómum og birtingarmyndum þeirra. „Það er auðvelt fyrir einhvern að segja bara: „Ég er ekki að meina þetta þannig,“ eins og kynþáttafordómar séu bara persónulegar skoðanir ákveðinna einstaklinga, og aðrir geti ekki gagnrýnt það með neinum hætti.“ Gamalgróin mýta um fordómalaust Ísland Þá bendir Kristín á að kynþáttafordómar hafi lengi verið – og séu enn – viðhafðir í íslensku samfélagi þrátt fyrir að margir virðist halda því fram að svo sé ekki. Þetta noti fólk stundum sem afsökun fyrir hegðun sem teljist til kynþáttafordóma. „Að sumu leyti er það ákveðin mýta á Íslandi að hér hafi aldrei verið kynþáttafordómar og þess vegna sé það allt í lagi þegar við segjum hluti sem í öðru samhengi virka niðrandi,“ segir Kristín. „Þetta er alls ekki rétt. Þegar við skoðum eldri tímarit, námsbækur og aðra miðla þá voru auðvitað kynþáttafordómar hér eins og annars staðar. Þó að hér hafi kannski ekki verið mikið af dökku fólki þá lærði fólk hér nákvæmlega sömu staðalmyndir og annars staðar í heiminum.“Hinn svokallaði Svarti-Pétur, fylgdarsveinn jólasveinsins, hefur verið umdeildur í Hollandi síðustu ár þar eð hann er jafnan túlkaður í blackface-gervi.Mynd/gettyMikilvægt að skoða atvikin gagnrýnum augum Atvik á borð við það sem Króli vakti athygli á um helgina hafa skotið upp kollinum á Íslandi síðustu ár. Árið 2014 varð til að mynda nokkuð fjaðrafok vegna styttu af þeldökkum þjóni sem var eins konar einkennismerki kaffihússins Svarta kaffi við Laugaveg. Syttan þótti rasísk, af sömu ástæðum og hið margumrædda blackface, og var að endingu tekin niður eftir hávær mótmæli. Fyrr í þessum mánuði var svo vakin athygli á myndagátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins. Gátan var gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum, þar á meðal hörundsdökkt fólk. Aðspurð segir Kristín greinilegt að umræða um kynþáttafordóma og mál sem upp koma tengd þeim hafi tekið miklum framförum síðustu ár. „Ég kem heim árið 1996 frá Níger og mér finnst miklu fjölbreyttari og gagnrýnni umræða í dag en þá. Mér finnst líka mikilvægt að undristrika að hér á Íslandi höfum við ekki bara fólk með dökkt litarhaft heldur erum við hluti af stóru samfélagi þjóða. Það er mjög heilbrigt að skoða okkur með gagnrýnum augum.“ Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“ Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz biður fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna í ár. 2. október 2017 13:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
„Blackface er mjög tengt sögu kynþáttafordóma, eins og í Bandaríkjunum, og er ein birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft,“ segir Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, innt eftir því af hverju svokallað „blackface“-gervi teljist niðrandi. Tilefni spurningarinnar er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina og vakti mikla athygli. Í færslunni gagnrýndi Króli hljómsveitina The Hefners fyrir að klæðast „blackface“-gervinu og sýna með því kynþáttafordóma.Sjá einnig: Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Í kjölfarið furðuðu sig margir á því af hverju Króli hefði fundið sig knúinn til að vekja athygli á gervi sveitarinnar og sáu jafnframt ekkert athugavert við uppátækið, líkt og Hrafn Jónsson benti á á Twitter-reikningi sínum.Kommentin við fréttina 'Króli gáttaður á 'blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík“ eru líklega þau fyrirsjáanleglegustu sem ég man eftir. Móðursýki, PC, aumingjar, farðu ekki að grenja. Sami hópur og kvartar sem mest yfir 'þöggun“ og 'ritskoðun“. pic.twitter.com/VmphPSWNSn— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 29, 2018 „Að mínu mati þurfum við, sem erum til í samtímanum, að hafa ofsalega mikið fyrir því að loka augum og eyrum fyrir því að þetta eru hlutir sem eru niðrandi og særandi. Eins og með blackface-ið, það er búið að benda á það aftur og aftur á alþjóðavísu að þetta er niðrandi,“ segir Kristín.Einföldun að segja ásetninginn ekki til staðar Hljómsveitin The Hefners svaraði gagnrýni Króla, og annarra sem tóku undir með honum, í gær. Þar sagði Birgir Sævarsson, aðalsöngvari The Hefners, blackface-gervið alls ekki tengjast kynþáttahatri. „Það er miður að fólk túlki sýninguna okkar sem einhvers konar kynþáttafordóma, að við séum að gera lítið úr baráttu svartra eftir áralanga baráttu fyrir jafnrétti í sem víðustum skilningi. Því fer víðsfjarri,“ skrifaði Birgir meðal annars. Kristín segir slík viðbrögð byggja á mikilli einföldun á kynþáttafordómum og birtingarmyndum þeirra. „Það er auðvelt fyrir einhvern að segja bara: „Ég er ekki að meina þetta þannig,“ eins og kynþáttafordómar séu bara persónulegar skoðanir ákveðinna einstaklinga, og aðrir geti ekki gagnrýnt það með neinum hætti.“ Gamalgróin mýta um fordómalaust Ísland Þá bendir Kristín á að kynþáttafordómar hafi lengi verið – og séu enn – viðhafðir í íslensku samfélagi þrátt fyrir að margir virðist halda því fram að svo sé ekki. Þetta noti fólk stundum sem afsökun fyrir hegðun sem teljist til kynþáttafordóma. „Að sumu leyti er það ákveðin mýta á Íslandi að hér hafi aldrei verið kynþáttafordómar og þess vegna sé það allt í lagi þegar við segjum hluti sem í öðru samhengi virka niðrandi,“ segir Kristín. „Þetta er alls ekki rétt. Þegar við skoðum eldri tímarit, námsbækur og aðra miðla þá voru auðvitað kynþáttafordómar hér eins og annars staðar. Þó að hér hafi kannski ekki verið mikið af dökku fólki þá lærði fólk hér nákvæmlega sömu staðalmyndir og annars staðar í heiminum.“Hinn svokallaði Svarti-Pétur, fylgdarsveinn jólasveinsins, hefur verið umdeildur í Hollandi síðustu ár þar eð hann er jafnan túlkaður í blackface-gervi.Mynd/gettyMikilvægt að skoða atvikin gagnrýnum augum Atvik á borð við það sem Króli vakti athygli á um helgina hafa skotið upp kollinum á Íslandi síðustu ár. Árið 2014 varð til að mynda nokkuð fjaðrafok vegna styttu af þeldökkum þjóni sem var eins konar einkennismerki kaffihússins Svarta kaffi við Laugaveg. Syttan þótti rasísk, af sömu ástæðum og hið margumrædda blackface, og var að endingu tekin niður eftir hávær mótmæli. Fyrr í þessum mánuði var svo vakin athygli á myndagátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins. Gátan var gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum, þar á meðal hörundsdökkt fólk. Aðspurð segir Kristín greinilegt að umræða um kynþáttafordóma og mál sem upp koma tengd þeim hafi tekið miklum framförum síðustu ár. „Ég kem heim árið 1996 frá Níger og mér finnst miklu fjölbreyttari og gagnrýnni umræða í dag en þá. Mér finnst líka mikilvægt að undristrika að hér á Íslandi höfum við ekki bara fólk með dökkt litarhaft heldur erum við hluti af stóru samfélagi þjóða. Það er mjög heilbrigt að skoða okkur með gagnrýnum augum.“
Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“ Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz biður fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna í ár. 2. október 2017 13:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57
The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48
Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“ Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz biður fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna í ár. 2. október 2017 13:30