Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:31 Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Vísir/getty Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira