Ótrúleg spenna þegar magnað Formúlutímabil er hálfnað Bragi Þórðarson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Hamilton og Vettel hafa barist hart allt árið Vísir/Getty Keppni í Formúlu 1 er hálfnuð og hefur tímabilið til þessa verið hreint út sagt magnað. Slagurinn milli Sebastian Vettel og Lewis Hamilton er ótrúlegur og í fyrsta skipti síðan Turbo-Hybrid bílarnir voru kynntir til sögunnar árið 2014 eru tvö lið sem eiga raunhæfa möguleika á titli. Það er ekki bara slagur á toppnum, Red Bull virðist vera nokkuð öruggt í þriðja sætinu en þar á eftir er slagurinn ekki síðri en um fyrsta sætið. 12 keppnum af 21 er lokið og er Formúlan í sumarfríi. Því er við hæfi að fara aðeins yfir stöðu mála. Hér ætlum við að fara yfir gengi liðanna það sem af er ári miðað við þær væntingar sem liðin og áhorfendur höfðu fyrir tímabil.Það er bjart yfir Bottas og Hamilton á toppnumvísir/gettyMercedes, 1. sæti með 345 stigAllt annað en sigur hefði verið óásættanlegt fyrir þýska bílaframleiðandann fyrir tímabilið. Mercedes hefur unnið fimm keppnir í ár gegn fjórum sigrum Ferrari. Munurinn á liðunum í stigakeppninni eru aðeins 10 stig og má seigja að það séu ákveðin vonbrigði fyrir Mercedes miðað við þá yfirburði sem liðið hafði síðustu ár.Ferrari, 2. sæti með 335 stigTímabilið er búið að vera frábært fyrir ítalska liðið það sem af er. Það man þó enginn eftir liði sem lendir í öðru sæti og verða Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen því að sjá til þess að liðið endi með pálmann í höndunum. Ítalirnir unnu síðast titil bílasmiða fyrir tíu árum síðan sem er algjörlega óásættanlegt fyrir lið eins of Ferrari.Daniel Ricciardo hefur leitt lið Red Bull í ár en fer til Renault á næsta tímabilivísir/gettyRed Bull, 3. sæti með 223 stigEnska liðið á enn stærðfræðilegan möguleika á báðum titlum, en bilið í fyrsta sætið er þó orðið alltof mikið fyrir lið sem ætlaði sér að berjast um titla í ár. Red Bull bíllinn er hraður, en það virðist þó alltaf vanta örlítið upp á aflið í Renault vélinni. Liðið hefur unnið þrjár keppnir í ár, aðeins einni keppni minna en Ferrari, en er samt sem áður 112 stigum á eftir þeim ítölsku í keppni bílasmiða.Renault, 4. sæti með 82 stig Franski bílaframleiðandinn hélt því fram fyrir tveimur árum að liðið verði að keppa um titil árið 2020. Allt virðist ganga samkvæmt áætlun og hefur liðið meira að seigja krækt í Daniel Ricciardo frá Red Bull fyrir næsta tímabil. Renault virðist vera með talsverða yfirburði í keppninni um fjórða sætið en á ennþá töluvert í land til að keppa um titla.Force India bíllinn er skemmtilega bleikur að litvísir/gettyHaas, 5. sæti með 66 stigÞað er alveg magnað hvað bandaríska liðið nær að gera með því litla fjármagni sem það hefur milli handanna. Síðastliðin ár hefur liðið ávalt endað ofar væntingum og lítur út fyrir að 2018 verði eins. Haas væri sennilega í baráttu um fjórða sætið ef ökumenn liðsins, þá sérstaklega Romain Grosjean, hefðu gert færri mistök.Force India, 6. sæti með 59 stigMiðað við magnað fjórða sæti í keppni bílasmiða í fyrra er sjötta sætið núna frekar slapt. En ef tekið er með í reikninginn að liðið er sem stendur gjaldþrota verður að seigjast að sjötta sætið er bara nokkuð gott. Force India er án efa með bestu ökumennina af þeim liðum sem eru að berjast á botninum. Sergio Perez tókst meira að seigja að koma bleika bílnum á verðlaunapall í Baku.Gamla brýnið Fernano Alonso keyrir fyrir McLaren.vísir/gettyMcLaren, 7. sæti með 52 stigFyrir tímabilið náði McLaren loksins að losa sig við Honda vélarnar sem hafa verið að gera þeim lífið leitt undanfarin ár. Með Renault vél var búist við að liðið færi að keppa við Red Bull á toppnum en það hefur svo sannarlega ekki verið raunin. Sjöunda sætið er vægt til orða tekið slakur árangur fyrir lið sem fullyrti að þeirra bíll væri sá besti fyrir ári síðan.Toro Rosso, 8. sæti með 28 stigÍtalska liðið tók við Honda vélunum af McLaren fyrir tímabilið. Honda hefur tekist að bæta afl vélarinnar umtalsvert en það virtist koma á kostnað endingar. Nú þegar er búið að skipta um alla hluti vélarinnar í báðum bílum margoft. Það þýðir að Toro Rosso munu halda áfram að fá refsingar og verður árangurinn eftir því.Hinn ungi Charles Leclerc er að gera frábæra hluti á Saubervísir/gettySauber, 9. sæti með 18 stigLjósið í myrkrinu hjá Sauber er hinn tvítugi Charles Leclerc. Árangur hans á Sauber bílnum hefur verið algjörlega magnaður og hefur hann krækt í rúmlega 70 prósent stiga liðsins. Bíllinn virðist þó vera betri en í fyrra og með meiri stuðningi frá Ferrari er framtíðin björt hjá svissneska liðinu.Williams, 10. sæti með 4 stigÞað er alveg grátlegt að sjá þetta sögufræga lið á botninum. Ekkert virðist ganga á hjá Williams í ár, bíllinn er hægur og illa höndlandi og ökumennirnir óreyndir. Þetta er ekki góð blanda og er árangurinn eftir því. Nú þegar níu keppnir eru eftir af tímabilinu er erfitt sjá hvort að það verði Ferrari eða Mercedes sem mun standa uppi sem sigurvegari. Eitt er víst, að slagurinn milli þeirra Vettel og Hamilton á bara eftir að aukast er þeir berjast um að verða besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Keppni í Formúlu 1 er hálfnuð og hefur tímabilið til þessa verið hreint út sagt magnað. Slagurinn milli Sebastian Vettel og Lewis Hamilton er ótrúlegur og í fyrsta skipti síðan Turbo-Hybrid bílarnir voru kynntir til sögunnar árið 2014 eru tvö lið sem eiga raunhæfa möguleika á titli. Það er ekki bara slagur á toppnum, Red Bull virðist vera nokkuð öruggt í þriðja sætinu en þar á eftir er slagurinn ekki síðri en um fyrsta sætið. 12 keppnum af 21 er lokið og er Formúlan í sumarfríi. Því er við hæfi að fara aðeins yfir stöðu mála. Hér ætlum við að fara yfir gengi liðanna það sem af er ári miðað við þær væntingar sem liðin og áhorfendur höfðu fyrir tímabil.Það er bjart yfir Bottas og Hamilton á toppnumvísir/gettyMercedes, 1. sæti með 345 stigAllt annað en sigur hefði verið óásættanlegt fyrir þýska bílaframleiðandann fyrir tímabilið. Mercedes hefur unnið fimm keppnir í ár gegn fjórum sigrum Ferrari. Munurinn á liðunum í stigakeppninni eru aðeins 10 stig og má seigja að það séu ákveðin vonbrigði fyrir Mercedes miðað við þá yfirburði sem liðið hafði síðustu ár.Ferrari, 2. sæti með 335 stigTímabilið er búið að vera frábært fyrir ítalska liðið það sem af er. Það man þó enginn eftir liði sem lendir í öðru sæti og verða Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen því að sjá til þess að liðið endi með pálmann í höndunum. Ítalirnir unnu síðast titil bílasmiða fyrir tíu árum síðan sem er algjörlega óásættanlegt fyrir lið eins of Ferrari.Daniel Ricciardo hefur leitt lið Red Bull í ár en fer til Renault á næsta tímabilivísir/gettyRed Bull, 3. sæti með 223 stigEnska liðið á enn stærðfræðilegan möguleika á báðum titlum, en bilið í fyrsta sætið er þó orðið alltof mikið fyrir lið sem ætlaði sér að berjast um titla í ár. Red Bull bíllinn er hraður, en það virðist þó alltaf vanta örlítið upp á aflið í Renault vélinni. Liðið hefur unnið þrjár keppnir í ár, aðeins einni keppni minna en Ferrari, en er samt sem áður 112 stigum á eftir þeim ítölsku í keppni bílasmiða.Renault, 4. sæti með 82 stig Franski bílaframleiðandinn hélt því fram fyrir tveimur árum að liðið verði að keppa um titil árið 2020. Allt virðist ganga samkvæmt áætlun og hefur liðið meira að seigja krækt í Daniel Ricciardo frá Red Bull fyrir næsta tímabil. Renault virðist vera með talsverða yfirburði í keppninni um fjórða sætið en á ennþá töluvert í land til að keppa um titla.Force India bíllinn er skemmtilega bleikur að litvísir/gettyHaas, 5. sæti með 66 stigÞað er alveg magnað hvað bandaríska liðið nær að gera með því litla fjármagni sem það hefur milli handanna. Síðastliðin ár hefur liðið ávalt endað ofar væntingum og lítur út fyrir að 2018 verði eins. Haas væri sennilega í baráttu um fjórða sætið ef ökumenn liðsins, þá sérstaklega Romain Grosjean, hefðu gert færri mistök.Force India, 6. sæti með 59 stigMiðað við magnað fjórða sæti í keppni bílasmiða í fyrra er sjötta sætið núna frekar slapt. En ef tekið er með í reikninginn að liðið er sem stendur gjaldþrota verður að seigjast að sjötta sætið er bara nokkuð gott. Force India er án efa með bestu ökumennina af þeim liðum sem eru að berjast á botninum. Sergio Perez tókst meira að seigja að koma bleika bílnum á verðlaunapall í Baku.Gamla brýnið Fernano Alonso keyrir fyrir McLaren.vísir/gettyMcLaren, 7. sæti með 52 stigFyrir tímabilið náði McLaren loksins að losa sig við Honda vélarnar sem hafa verið að gera þeim lífið leitt undanfarin ár. Með Renault vél var búist við að liðið færi að keppa við Red Bull á toppnum en það hefur svo sannarlega ekki verið raunin. Sjöunda sætið er vægt til orða tekið slakur árangur fyrir lið sem fullyrti að þeirra bíll væri sá besti fyrir ári síðan.Toro Rosso, 8. sæti með 28 stigÍtalska liðið tók við Honda vélunum af McLaren fyrir tímabilið. Honda hefur tekist að bæta afl vélarinnar umtalsvert en það virtist koma á kostnað endingar. Nú þegar er búið að skipta um alla hluti vélarinnar í báðum bílum margoft. Það þýðir að Toro Rosso munu halda áfram að fá refsingar og verður árangurinn eftir því.Hinn ungi Charles Leclerc er að gera frábæra hluti á Saubervísir/gettySauber, 9. sæti með 18 stigLjósið í myrkrinu hjá Sauber er hinn tvítugi Charles Leclerc. Árangur hans á Sauber bílnum hefur verið algjörlega magnaður og hefur hann krækt í rúmlega 70 prósent stiga liðsins. Bíllinn virðist þó vera betri en í fyrra og með meiri stuðningi frá Ferrari er framtíðin björt hjá svissneska liðinu.Williams, 10. sæti með 4 stigÞað er alveg grátlegt að sjá þetta sögufræga lið á botninum. Ekkert virðist ganga á hjá Williams í ár, bíllinn er hægur og illa höndlandi og ökumennirnir óreyndir. Þetta er ekki góð blanda og er árangurinn eftir því. Nú þegar níu keppnir eru eftir af tímabilinu er erfitt sjá hvort að það verði Ferrari eða Mercedes sem mun standa uppi sem sigurvegari. Eitt er víst, að slagurinn milli þeirra Vettel og Hamilton á bara eftir að aukast er þeir berjast um að verða besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira