Sænska leiðin farin á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2018 10:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira