Loka landamærunum við Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:35 Flestir Venesúelabúar sem flýja heimalandið eiga í erfiðleikum með að finna húsaskjól í Brasilíu. Vísir/epa Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar. Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar.
Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05
Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15