Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 08:37 Frá þjóðvegi 1 við afleggjarann að Skál þar sem flæddi yfir veginn í gær. Vísir/Einar árnason Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni. Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni.
Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51
Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10
Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25