Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 08:37 Frá þjóðvegi 1 við afleggjarann að Skál þar sem flæddi yfir veginn í gær. Vísir/Einar árnason Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni. Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni.
Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51
Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10
Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25