Facebook stekkur inn á stefnumótamarkaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 17:42 Brátt mun Facebook bjóða notendum upp á stefnumótaþjónustu. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56