Fjarlægði transkonu af plötuumslagi Bergþór Másson skrifar 5. ágúst 2018 13:34 Amanda Lepore, plötuumslagið umtalaða, Travis Scott. Samsett mynd. Vísir/Getty/Instagram Rapparinn Travis Scott gaf út plötuna Astroworld á föstudaginn. Plötunni fylgja tvö umslög sem sýna skemmtigarð bæði í fjölskyldulegri dagsbirtu og í drungalegu myrkri. Transkonan Amanda Lepore var ljósmynduð fyrir myrku útgáfu plötuumslagsins, en var síðan fjarlægð áður en platan kom út. Fjarlæging hennar leiddi til transfóbíu ásakanna á hendur Travis. Aðdáendur hins 26 ára bandaríska rappara Travis Scott hafa beðið óþreyjufullir eftir Astroworld síðan að hann tilkynnti plötuna fyrir um það bil tvemur árum. Nafnið Astroworld kemur frá skemmtigarði nágrenni við heimabæ Travis í Texas, Bandaríkjunum sem hafði mikil áhrif á hann í æsku. Travis Scott er einn vinsælasti rappari heims og er Astroworld þriðja platan hans. Stórstjörnur á borð við Frank Ocean, Drake, James Blake og 21 Savage koma meðal annars fram á plötunni.Travis eignaðist nýlega barn með raunveruleikastjörnunni og tilvonandi milljarðarmæringinum Kylie Jenner.Amanda Lepore, transkonan sem var fjarlægð af plötuumslaginu, er fyrirsæta, söngkona og er henni lýst sem mikilli „djammdrottningu.“ Ljósmyndarinn Dave LaChapelle tók myndirnar fyrir plötuumslagið. Á Instagram síðu hans sést transkonan Amanda Lepore vinstra megin á myndinni. TRAVIS SCOTT - ASTROWORLD - 2018 •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• © David LaChapelle A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle) on Jul 31, 2018 at 11:23pm PDTÁ útgáfunni sem Travis deildi sjálfur á Instagram er Amanda hvergi sjáanleg. Astroworld 8/3 @david_lachapelle A post shared by flame (@travisscott) on Jul 31, 2018 at 8:18pm PDTEftir að mikil umræða skapaðist vegna fjarveru Amöndu á lokaútgáfu plötuumslagsins, gaf Travis út yfirlýsingu þar sem hann segir alla velkomna í Astroworld og þverneitar fyrir það að mismuna Amöndu vegna þess að hún sé transkona. EVERYONE IS WELCOME TO ASTROWORLD ! A post shared by flame (@travisscott) on Aug 4, 2018 at 2:41pm PDTHér má hlusta á Astroworld á Spotify. Tengdar fréttir Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00 Kylie Jenner og Travis Scott vita kynið Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner á von á barni með kærastanum sínum, rapparann Travis Scott. 26. september 2017 14:30 Hélt að Travis Scott væri illa við sig þegar þau hittust fyrst Jenner spyr Scott spjörunum úr um sjálfa sig í nýju myndbandi. 18. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rapparinn Travis Scott gaf út plötuna Astroworld á föstudaginn. Plötunni fylgja tvö umslög sem sýna skemmtigarð bæði í fjölskyldulegri dagsbirtu og í drungalegu myrkri. Transkonan Amanda Lepore var ljósmynduð fyrir myrku útgáfu plötuumslagsins, en var síðan fjarlægð áður en platan kom út. Fjarlæging hennar leiddi til transfóbíu ásakanna á hendur Travis. Aðdáendur hins 26 ára bandaríska rappara Travis Scott hafa beðið óþreyjufullir eftir Astroworld síðan að hann tilkynnti plötuna fyrir um það bil tvemur árum. Nafnið Astroworld kemur frá skemmtigarði nágrenni við heimabæ Travis í Texas, Bandaríkjunum sem hafði mikil áhrif á hann í æsku. Travis Scott er einn vinsælasti rappari heims og er Astroworld þriðja platan hans. Stórstjörnur á borð við Frank Ocean, Drake, James Blake og 21 Savage koma meðal annars fram á plötunni.Travis eignaðist nýlega barn með raunveruleikastjörnunni og tilvonandi milljarðarmæringinum Kylie Jenner.Amanda Lepore, transkonan sem var fjarlægð af plötuumslaginu, er fyrirsæta, söngkona og er henni lýst sem mikilli „djammdrottningu.“ Ljósmyndarinn Dave LaChapelle tók myndirnar fyrir plötuumslagið. Á Instagram síðu hans sést transkonan Amanda Lepore vinstra megin á myndinni. TRAVIS SCOTT - ASTROWORLD - 2018 •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• © David LaChapelle A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle) on Jul 31, 2018 at 11:23pm PDTÁ útgáfunni sem Travis deildi sjálfur á Instagram er Amanda hvergi sjáanleg. Astroworld 8/3 @david_lachapelle A post shared by flame (@travisscott) on Jul 31, 2018 at 8:18pm PDTEftir að mikil umræða skapaðist vegna fjarveru Amöndu á lokaútgáfu plötuumslagsins, gaf Travis út yfirlýsingu þar sem hann segir alla velkomna í Astroworld og þverneitar fyrir það að mismuna Amöndu vegna þess að hún sé transkona. EVERYONE IS WELCOME TO ASTROWORLD ! A post shared by flame (@travisscott) on Aug 4, 2018 at 2:41pm PDTHér má hlusta á Astroworld á Spotify.
Tengdar fréttir Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00 Kylie Jenner og Travis Scott vita kynið Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner á von á barni með kærastanum sínum, rapparann Travis Scott. 26. september 2017 14:30 Hélt að Travis Scott væri illa við sig þegar þau hittust fyrst Jenner spyr Scott spjörunum úr um sjálfa sig í nýju myndbandi. 18. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Kylie Jenner orðin mamma Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram. 4. febrúar 2018 21:00
Kylie Jenner og Travis Scott vita kynið Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner á von á barni með kærastanum sínum, rapparann Travis Scott. 26. september 2017 14:30
Hélt að Travis Scott væri illa við sig þegar þau hittust fyrst Jenner spyr Scott spjörunum úr um sjálfa sig í nýju myndbandi. 18. júlí 2018 10:20