Mistök urðu til þess að þjóðhátíðarlag FM95BLÖ var eignað StopWaitGo Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2018 13:58 Auðunn Blöndal og Jóhanna Guðrún munu flytja lagið á þjóðhátíð í ár. Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018 FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018
FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira