Mikilvægt að farþegar haldi sér vakandi um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 10:58 Umferðin verður eflaust þung um helgina og því að ýmsu að huga. Vísir Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30
Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29