Það var stórglæsilegt mark Arnórs Ingva á 55. mínútu sem réði úrslitum í einvíginu.
Malmö FF vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli en lenti undir í þessum leik í gær sem var á heimavelli liðsins í Malmö.
CFR Cluj skoraði á 36. mínútu og þannig var staðan þegar Arnór Ingvi Traustason fékk boltann nokkuð fyrir utan vítateiginn.
Arnór Ingvi lék á einn varnarmann og skoraði síðan með frábæru langskoti upp í markhornið, gersamlega óverjandi fyrir markvörð CFR Cluj.
Þetta var annað markið hans í Meistaradeildinni í ár en hann skoraði einnig eitt mark í 3-0 útisigri á Drita í fyrstu umferð forkeppninnar.
Malmö FF setti markið hans Arnórs Ingva inn á samfélagsmiðla sína og það má sjá það hér fyrir neðan sem og fagnaðarlætin eftir leikinn.
@NoriTraustapic.twitter.com/nghSXgY4M2
— Malmö FF (@Malmo_FF) August 1, 2018
Vi är Malmö FF. Tack för ikväll! pic.twitter.com/Vkx6dEuZ0I
— Malmö FF (@Malmo_FF) August 1, 2018