Þræða eggjar Svarfaðardals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Göngugarparnir Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Kristján Hjartarson, Árni Hjartarson og Magnús Magnússon. Hrund „Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
„Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira