Vísar ásökunum Þóru algjörlega á bug Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 18:06 Mynd tengist frétt ekki. Vísir/Getty Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti