Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-1 │KR hafði betur í bragðdaufum leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 19:00 KR-ingar fagna. vísir/bára KR-ingar gerðu góða ferð til Akureyrar í dag þegar þeir heimsóttu KA-menn á Greifavöllinn í 17.umferð Pepsi-deildar karla. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eygja von á 4.sætinu sem mun skila sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Byrjun leiksins var stórfurðuleg en þrátt fyrir að KR-ingar hafi byrjað leikinn með boltann var Ásgeir Sigurgeirsson sloppinn í gegnum vörn KR-inga eftir um það bil ellefu sekúndur. Hann náði hins vegar ekki að færa sér það í nyt og hafnaði skot hans fram hjá markinu. Þessi fjöruga byrjun reyndist þó ekki það sem koma skyldi í leiknum því næstu 90 mínútur voru afar bragðdaufar. Eina mark leiksins var skorað á 76.mínútu þegar Kennie Chopart slapp í gegnum þéttan varnarmúr heimamanna eftir laglegt samspil við Pálma Rafn Pálmason. Í kjölfarið færðu KA-menn sig framar á völlinn og freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki og fóru KR-ingar heim með stigin þrjú í farteskinu. Afhverju vann KR? Einstaklingsgæði Pálma Rafns og Kennie Chopart brutu upp afar bragðdaufan leik og því fór sem fór. Bæði lið spiluðu af frekar mikilli varfærni og miðað við upplegg liðanna var þetta aldrei að fara að verða markaleikur. KR-ingar voru örlítið sóknarsinnaðri og voru miklu meira með boltann. Á góðum degi er KA með eitt besta skyndisóknarlið deildarinnar en þeir voru aldrei nálægt því að ógna KR-ingum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þessi er erfið. Leikurinn var bragðdaufur og hreinlega leiðinlegur áhorfs langstærstan hluta leiksins. Hæfileikaríkustu leikmenn liðanna sýndu sjaldan snilli sína. Pálmi Rafn Pálmason og Finnur Orri héldu ágætis flæði á miðju KR og átti sá fyrrnefndi stóran þátt í sigurmarkinu. Þá átti Kristinn Jónsson fína spretti þó lítið hafi komið út úr þeim. Um leið og KA-menn færðu sig örlítið framar á völlinn varð Björgvin Stefánsson mjög ógnandi í fremstu víglínu KR og var nokkrum sinnum nálægt því að skora eftir skyndisóknir. Í liði KA er hægt að nefna Aron Elí Gíslason sem besta mann þó flestar skottilraunir KR í leiknum hafi verið frekar máttlitlar. Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á Liðin hér fyrir ofan. Hvað gekk illa? Að skapa góð marktækifæri. KR-ingar voru stærstan hluta leiksins með boltann á meðan KA-menn lágu aftarlega og voru afar fjölmennir varnarlega. Augljóst var á spilamennsku beggja liða að mikið var undir og voru liðin ekki að sækja á mörgum mönnum. Hér má aftur nefna að skyndisóknir KA voru varla til staðar í dag og þar með er stórt vopn farið úr þeirra leik.Hvað gerist næst? KR-ingar eru í góðri stöðu í baráttunni um 4.sæti og mæta sjóðheitum Eyjamönnum í næstu umferð. KA-menn fara í Víkina og þurfa á sigri að halda til að koma sér af alvöru í baráttuna um Evrópusætið. Pálmi Rafn: Stjórnuðum leiknum allan tímannPálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag.vísir/báraPálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR-ingar gerðu góða ferð til Akureyrar í dag þegar þeir heimsóttu KA-menn á Greifavöllinn í 17.umferð Pepsi-deildar karla. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eygja von á 4.sætinu sem mun skila sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Byrjun leiksins var stórfurðuleg en þrátt fyrir að KR-ingar hafi byrjað leikinn með boltann var Ásgeir Sigurgeirsson sloppinn í gegnum vörn KR-inga eftir um það bil ellefu sekúndur. Hann náði hins vegar ekki að færa sér það í nyt og hafnaði skot hans fram hjá markinu. Þessi fjöruga byrjun reyndist þó ekki það sem koma skyldi í leiknum því næstu 90 mínútur voru afar bragðdaufar. Eina mark leiksins var skorað á 76.mínútu þegar Kennie Chopart slapp í gegnum þéttan varnarmúr heimamanna eftir laglegt samspil við Pálma Rafn Pálmason. Í kjölfarið færðu KA-menn sig framar á völlinn og freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki og fóru KR-ingar heim með stigin þrjú í farteskinu. Afhverju vann KR? Einstaklingsgæði Pálma Rafns og Kennie Chopart brutu upp afar bragðdaufan leik og því fór sem fór. Bæði lið spiluðu af frekar mikilli varfærni og miðað við upplegg liðanna var þetta aldrei að fara að verða markaleikur. KR-ingar voru örlítið sóknarsinnaðri og voru miklu meira með boltann. Á góðum degi er KA með eitt besta skyndisóknarlið deildarinnar en þeir voru aldrei nálægt því að ógna KR-ingum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þessi er erfið. Leikurinn var bragðdaufur og hreinlega leiðinlegur áhorfs langstærstan hluta leiksins. Hæfileikaríkustu leikmenn liðanna sýndu sjaldan snilli sína. Pálmi Rafn Pálmason og Finnur Orri héldu ágætis flæði á miðju KR og átti sá fyrrnefndi stóran þátt í sigurmarkinu. Þá átti Kristinn Jónsson fína spretti þó lítið hafi komið út úr þeim. Um leið og KA-menn færðu sig örlítið framar á völlinn varð Björgvin Stefánsson mjög ógnandi í fremstu víglínu KR og var nokkrum sinnum nálægt því að skora eftir skyndisóknir. Í liði KA er hægt að nefna Aron Elí Gíslason sem besta mann þó flestar skottilraunir KR í leiknum hafi verið frekar máttlitlar. Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á Liðin hér fyrir ofan. Hvað gekk illa? Að skapa góð marktækifæri. KR-ingar voru stærstan hluta leiksins með boltann á meðan KA-menn lágu aftarlega og voru afar fjölmennir varnarlega. Augljóst var á spilamennsku beggja liða að mikið var undir og voru liðin ekki að sækja á mörgum mönnum. Hér má aftur nefna að skyndisóknir KA voru varla til staðar í dag og þar með er stórt vopn farið úr þeirra leik.Hvað gerist næst? KR-ingar eru í góðri stöðu í baráttunni um 4.sæti og mæta sjóðheitum Eyjamönnum í næstu umferð. KA-menn fara í Víkina og þurfa á sigri að halda til að koma sér af alvöru í baráttuna um Evrópusætið. Pálmi Rafn: Stjórnuðum leiknum allan tímannPálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag.vísir/báraPálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti