Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Aðalheiður Ámundadótir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira