Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Aðalheiður Ámundadótir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira