Dæma hluti sem aldrei hafa verið dæmdir Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Baldur, Eddi og Haukur Viðar reiða dómarahamarinn á loft einu sinni í viku og dæma alls konar, eins og munnhörpu og kex. Hægt er að fylgjast með þeim drengjum og hafa áhrif á málefnin í gegnum Facebook-síðuna domsdagur.is. Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira