Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2018 13:00 Zelda í sinni upprunalegu mynd. Mynd: Kjartan Antonsson FB Flugan Zelda var lengi eitt best geymda veiðileyndarmál höfundar flugunnar en hún þykir ansi veiðin við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Flugan Zelda sem kom fyrst fram opinberlega í fyrravor stendur fyrir skemmtilegri ljósmyndasamkeppni á facebook síðunni Zeldan. Glæsilegir vinningar eru í keppninni en Zeldan leitaði til valinkunnra fyrirtækja nú í vor til að sponsa keppnina. Mjög vel var tekið í þetta framtak Zeldunnar og er heildarverðmæti vinninga vel á annað hundrað þúsund krónur. Í verðlaun eru meðal annars tvær flugustangir, fluguhjól + lína. Glæsileg hjólataska frá Simms ásamt alvöru fluguboxi. Upprend scierra flíspeysa, 3.pör af stangarhöldurum ásamt öðrum vinningum. Vinningar keppninnar verða nánar kynntir á facebook síðu Zeldunnar. Styrktaraðilar keppninnar eru Veiðivon Mörkinni, Veiðifélagið Nethyl, Vesturröst Laugarvegi, Veiðihúsið Sakka og verslunin Camo Hlíðarsmára. Nægur tími er til að taka þátt en keppnin stendur út hefðbundin sjóbirtingstíma eða út október. Það eina sem þarf til að taka þátt er að veiða fiskinn á Zeldu, senda inn mynd á facebook síðuna Zeldan og myndin er komin í keppnina. Zeldan á facebook er ört stækkandi grúbba sem telur nú þegar yfir 500 manns svo nú er um að gera að adda sér í grúbbuna og taka þátt eða bara fylgjast með. Og þar sem Ísland er lítið land mun erlendur fagmaður verða fenginn til að dæma keppnina til að gæta alls hlutleysis. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Flugan Zelda var lengi eitt best geymda veiðileyndarmál höfundar flugunnar en hún þykir ansi veiðin við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Flugan Zelda sem kom fyrst fram opinberlega í fyrravor stendur fyrir skemmtilegri ljósmyndasamkeppni á facebook síðunni Zeldan. Glæsilegir vinningar eru í keppninni en Zeldan leitaði til valinkunnra fyrirtækja nú í vor til að sponsa keppnina. Mjög vel var tekið í þetta framtak Zeldunnar og er heildarverðmæti vinninga vel á annað hundrað þúsund krónur. Í verðlaun eru meðal annars tvær flugustangir, fluguhjól + lína. Glæsileg hjólataska frá Simms ásamt alvöru fluguboxi. Upprend scierra flíspeysa, 3.pör af stangarhöldurum ásamt öðrum vinningum. Vinningar keppninnar verða nánar kynntir á facebook síðu Zeldunnar. Styrktaraðilar keppninnar eru Veiðivon Mörkinni, Veiðifélagið Nethyl, Vesturröst Laugarvegi, Veiðihúsið Sakka og verslunin Camo Hlíðarsmára. Nægur tími er til að taka þátt en keppnin stendur út hefðbundin sjóbirtingstíma eða út október. Það eina sem þarf til að taka þátt er að veiða fiskinn á Zeldu, senda inn mynd á facebook síðuna Zeldan og myndin er komin í keppnina. Zeldan á facebook er ört stækkandi grúbba sem telur nú þegar yfir 500 manns svo nú er um að gera að adda sér í grúbbuna og taka þátt eða bara fylgjast með. Og þar sem Ísland er lítið land mun erlendur fagmaður verða fenginn til að dæma keppnina til að gæta alls hlutleysis.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði