Álfabikarinn er valdeflandi Sólveig Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2018 08:15 Kristrún Friðsemd er komin heim til Íslands þar sem hún á von á barni, en vinnur áfram fyrir WoMena. Fréttablaðið/Stefán „Í Úganda er lítið um kynfræðslu og hvað þá fræðslu um tíðahringinn. Margar stúlkur vita ekki einu sinni hvað er að gerast þegar þær byrja fyrst á blæðingum og það er mikið tabú í kringum málefnið,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir sem hefur síðustu ár starfað fyrir WoMena, frjáls félagasamtök sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, þá sérstaklega hvað varðar blæðingar. „Samtökin voru stofnuð af tveimur dönskum konum sem voru að vinna að rannsókn í Úganda og rákust þá á vandamál sem margar konur standa frammi fyrir þegar þær fara á blæðingar,“ segir Friðsemd en við þekkingarleysið um málefnið bætist sá vandi að dömubindi eru lúxusvara. „Margar bregða því á ýmis ráð eins og að setja gamla fatabúta eða tuskur í nærbuxurnar, eða nota jafnvel bara ekkert. Bæði getur slíkt valdið sýkingum og almennum óþægindum en svo bætist við hræðsla við að það fari að leka á almannafæri og því sitja margar stúlkur heima á þessum tíma mánaðarins og missa úr skóla og vinnu.“ Friðsemd bætir við að fá ráð séu við tíðaverkjum, verkjalyf óaðgengileg og ekki alltaf menningarlega við hæfi„Allt saman hefur þetta mjög heftandi áhrif á líf stúlkna og kvenna.“Fræða bæði konur og karla „WoMena hefur brugðist við þessum vanda með fræðslu fyrir bæði konur og karla, og með því að þrýsta á yfirvöld og aðra hagsmunaaðila til þess að leggja meiri áherslu á málefnið, og svo með því að kynna endurnýtanlegar túrvörur. Við höfum sérstaklega unnið með álfabikarinn sem mögulega lausn fyrir konur í þessum aðstæðum, en álfabikarinn er margnota sílikonbikar sem er settur inn í leggöngin og safnar tíðablóði,“ segir Friðsemd sem er verkefnastjóri yfir fræðsluprógrammi WoMena. „Fræðslan er stór hluti af flestum verkefnum samtakanna. Verkefnin snúast mestmegnis um að gefa stúlkum eða konum álfabikarinn og/eða endurnýtanleg dömubindi og meðfylgjandi fræðslu um hvernig nota eigi þessar vörur, en einnig almennt um blæðingar, líkamann, hreinlæti og hvernig eigi að takast á við tíðaverki, sem og almenna kynfræðslu,“ lýsir Friðsemd en strákar og karlmenn taka einnig þátt í fræðslunni til að auka skilning þeirra á því sem konur ganga í gegnum og til þess að draga úr því tabúi og skömm sem fylgir oft málefninu.Friðsemd og samstarfskonur hennar hjá WoMena kynna álfabikarinn og fræða um tíðahringinn og hreinlæti.Framandi álfabikar Friðsemd segir konur þurfa mikla fræðslu um álfabikarinn áður en þær séu tilbúnar að nota hann. „Hann er mjög framandi fyrir flestum í Úganda en WoMena voru fyrst til þess að kynna hann í landinu. Álfabikarinn er hins vegar mjög hentug lausn þar sem hann er endurnýtanlegur og endist mjög lengi eða í allt að 10 ár, umhverfisvænn, þægilegur í notkun og sparar notkun vatns og sápu miðað við aðra kosti eins og taubindi og klúta sem þarf að þvo reglulega,“ lýsir hún. Gefandi að sjá árangur Friðsemd segir starf sitt afar skemmtilegt enda engir tveir dagar eins. „Ég hef fengið að hitta margt fólk með ólíkan bakgrunn og ferðast mikið um landið. Skemmtilegast og mest gefandi finnst mér að taka beinan þátt í fræðslunni, sjá viðbrögð fólks við því sem við erum að ræða þar, heyra sögur kvennanna og upplifanir og svo að koma í eftirfylgni og sjá að við erum virkilega að hjálpa og jafnvel að breyta lífi þeirra til hins betra.“ Friðsemd tók mikinn þátt í verkefni WoMena í samstarfi við CARE Internat ional í flóttamannabúðunum Imvepi. „Þar gáfum við 100 flóttakonum frá Suður-Súdan álfabikarinn, fræðslu og eftirfylgni. Ástandið í búðunum er almennt verra en gengur og gerist í landinu en margar konurnar voru að nota gömul dagblöð, karton eða settust í sandinn og biðu á þessum tíma tíðahringsins. En nú tala þær um frelsið sem fylgir bikarnum og að þær geti gert hvað sem er; hvort sem er að fara í skólann, mæta á mikilvæga viðburði, ganga langar vegalengdir á markaðinn eða í matarúthlutun án þess að hafa áhyggjur af leka eða óþægindum. Þetta er rosalega valdeflandi fyrir þær,“ lýsir Friðsemd.Friðsemd starfar einnig sem sjálfboðaliði hjá CLF, samtökum sem vinna að því að auka möguleika stúlkna í Úganda til menntunar.Auk þess þurfi þær ekki lengur að selja hluta af matarúthlutuninni til þess að kaupa dömubindi og þær spari bæði vatn, sápu og tíma. „Einnig eru karlmennirnir sem tóku þátt í fræðslunni orðnir virkir talsmenn álfabikarsins í búðunum og eru að breyta viðhorfi annarra karlmanna varðandi blæðingar, sem er bara magnað að sjá.“Ýmsar áskoranir Friðsemd segir ýmsar áskoranir fylgja því að vinna fyrir hjálparsamtök í þróunarlandi. „Á skrifstofunni hægir reglulegt rafmagnsleysi, léleg nettenging og slíkt gífurlega á öllu, en þegar kemur að fræðslunni getur verið krefjandi að kynna fyrir fólki eitthvað sem margir eru mjög tortryggnir á. Það hjálpar að hafa gríðarlega trú á álfabikarnum og að sjá hvernig 99 prósent þeirra sem eru fyrst á móti bikarnum skipta um skoðun eftir að hafa lært meira og jafnvel byrjað að nota hann.“ Hún segir ýmsar menningarhugmyndir spila inn í. „Til dæmis er meydómurinn í hávegum hafður í sumum landshlutum og því erfitt að fá til dæmis foreldra til að leyfa dætrum sínum að nota bikarinn sem þau halda að muni rjúfa meyjarhaftið. Það þarf tíma og eftirfylgni til þess að fræða fólk og sannfæra um gildi bikarsins en svo er þetta auðvitað val hverrar og einnar,“ segir Friðsemd.Friðsemd með nokkrum konum úr Imvepi flóttamannabúðunum en um 100 konur í búðunum fengu álfabikarinn, fræðslu og eftirfylgni.Hlaupið fyrir CLF Samhliða starfi sínu hjá WoMena hefur Friðsemd verið sjálfboðaliði hjá CLF á Íslandi. „Samtökin hétu áður Alnæmisbörn en nafninu var nýlega breytt í CLF á Íslandi sem stendur fyrir Candle Light Foundation. Samtökin voru stofnuð af Erlu Halldórsdóttur heitinni til þess að auka möguleika stúlkna í Úganda á menntun. Í dag styðja þau mestmegnis við rekstur verkmenntaskólans Candle Light í grennd við Kampala. Skólinn býður upp á verknám fyrir stúlkur sem annars hafa ekki haft tækifæri til þess að klára hefðbundið nám vegna erfiðra félagslegra aðstæðna, líkt og fátæktar eða foreldramissis, en námið gefur þeim aukin tækifæri á atvinnumarkaði og til þess að standa á eigin fótum,“ lýsir Friðsemd sem tók við formennsku í stjórn samtakanna í vor. „Við í stjórninni sjáum aðallega um fjáröflun og annan stuðning við starfið úti. Nú styttist einmitt í Reykjavíkurmaraþonið þar sem nokkrir hlauparar ætla að hlaupa á vegum CLF á Íslandi. Ég vil því hvetja fólk til þess að heita á þessa frábæru hlaupara og styðja þannig við menntun og valdeflingu kvenna í Úganda,“ segir Friðsemd en hægt er að finna CLF á Íslandi á www.hlaupastyrkur.is, á Facebook, Instagram og heimasíðunni www.clf.is.Flökkukind í nýju hlutverki Friðsemd lýsir sér sem mikilli flökkukind enda hefur hún búið í þó nokkrum löndum og alltaf haft gaman af því að ferðast og kynnast ólíkum menningarheimum. Það átti því vel við að hún skyldi velja að læra mannfræði en að lokinni útskrift hér heima tók hún meistaragráðu í hnattrænni heilsu í Hollandi. Hún fór í fyrsta sinn til Úganda árið 2013. „Mig hafði lengi langað til Afríku og greip tækifærið þegar mér bauðst að fara í nokkurra mánaða sjálfboðastarf til Úganda á vegum CLF á Íslandi. „Ég varð strax heilluð af landinu; landslaginu, menningunni og fólkinu,“ segir Friðsemd sem var staðráðin í að snúa aftur þegar hún væri búin að læra og gæti í raun og veru gert gagn. „Í fyrra ákvað ég svo að gera mastersrannsókn mína í Úganda. Ég bjó þá í tvo mánuði í litlum afskekktum bæ úti á landi sem heitir Kisoro, en hann liggur við landamæri Rúanda og Kongó í suðvesturhorni Úganda. Það var mikil upplifun en héraðið er eitt það fallegasta, og bærinn umkringdur fjöllum og stöðuvötnum. En félagsleg vandamál eru útbreidd, fátækt mjög mikil og kynbundið ofbeldi ekki óalgengt,“ segir Friðsemd en rannsókn hennar gekk út á að skoða hugmyndir fólks um kynbundið ofbeldi og að kanna hvaða ástæður liggi að baki. „Ég fékk svo vinnu í Kampala, höfuðborg landsins, stuttu áður en ég útskrifaðist og hóf störf fyrir samtökin WoMena í ágúst í fyrra.“ Það hefur átt mjög vel við Friðsemd að búa í Úganda. „Úganda er ótrúlega fallegt land, með fjölbreytt landslag og ótrúlega margt að skoða. Ég mæli með því að ferðast þangað sem túristi; fara í safarí, górillutrekk, sigla um Níl og bara njóta. Svo er fólkið ótrúlega vinalegt, hjálpsamt og opið. Tónlistin er alls staðar og fólk kann að dansa og skemmta sér þegar það getur. Kampala er líka mjög skemmtileg og lifandi borg og manni leiðist aldrei. En auðvitað eru vandamálin mörg, og mikið atvinnuleysi, fátækt, pólitísk spilling og fleira. Það er ekkert land fullkomið en í grunninn á maður alltaf meira sameiginlegt með fólki en ekki. Það kom mér til dæmis á óvart hvað margir sem ég tala við eru alls ekki á móti samkynhneigðum, þó samkynhneigð sé bönnuð með lögum í landinu.“ Nú tekur við nýr kafli í lífi Friðsemdar en hún á von á barni og er því flutt heim til Íslands í bili. „Ég held þó áfram að vinna fyrir WoMena frá Íslandi á meðan ég get og ætla svo að sjá til eftir fæðingu. En ég fer aftur til Úganda – spurningin er bara hvenær!“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
„Í Úganda er lítið um kynfræðslu og hvað þá fræðslu um tíðahringinn. Margar stúlkur vita ekki einu sinni hvað er að gerast þegar þær byrja fyrst á blæðingum og það er mikið tabú í kringum málefnið,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir sem hefur síðustu ár starfað fyrir WoMena, frjáls félagasamtök sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, þá sérstaklega hvað varðar blæðingar. „Samtökin voru stofnuð af tveimur dönskum konum sem voru að vinna að rannsókn í Úganda og rákust þá á vandamál sem margar konur standa frammi fyrir þegar þær fara á blæðingar,“ segir Friðsemd en við þekkingarleysið um málefnið bætist sá vandi að dömubindi eru lúxusvara. „Margar bregða því á ýmis ráð eins og að setja gamla fatabúta eða tuskur í nærbuxurnar, eða nota jafnvel bara ekkert. Bæði getur slíkt valdið sýkingum og almennum óþægindum en svo bætist við hræðsla við að það fari að leka á almannafæri og því sitja margar stúlkur heima á þessum tíma mánaðarins og missa úr skóla og vinnu.“ Friðsemd bætir við að fá ráð séu við tíðaverkjum, verkjalyf óaðgengileg og ekki alltaf menningarlega við hæfi„Allt saman hefur þetta mjög heftandi áhrif á líf stúlkna og kvenna.“Fræða bæði konur og karla „WoMena hefur brugðist við þessum vanda með fræðslu fyrir bæði konur og karla, og með því að þrýsta á yfirvöld og aðra hagsmunaaðila til þess að leggja meiri áherslu á málefnið, og svo með því að kynna endurnýtanlegar túrvörur. Við höfum sérstaklega unnið með álfabikarinn sem mögulega lausn fyrir konur í þessum aðstæðum, en álfabikarinn er margnota sílikonbikar sem er settur inn í leggöngin og safnar tíðablóði,“ segir Friðsemd sem er verkefnastjóri yfir fræðsluprógrammi WoMena. „Fræðslan er stór hluti af flestum verkefnum samtakanna. Verkefnin snúast mestmegnis um að gefa stúlkum eða konum álfabikarinn og/eða endurnýtanleg dömubindi og meðfylgjandi fræðslu um hvernig nota eigi þessar vörur, en einnig almennt um blæðingar, líkamann, hreinlæti og hvernig eigi að takast á við tíðaverki, sem og almenna kynfræðslu,“ lýsir Friðsemd en strákar og karlmenn taka einnig þátt í fræðslunni til að auka skilning þeirra á því sem konur ganga í gegnum og til þess að draga úr því tabúi og skömm sem fylgir oft málefninu.Friðsemd og samstarfskonur hennar hjá WoMena kynna álfabikarinn og fræða um tíðahringinn og hreinlæti.Framandi álfabikar Friðsemd segir konur þurfa mikla fræðslu um álfabikarinn áður en þær séu tilbúnar að nota hann. „Hann er mjög framandi fyrir flestum í Úganda en WoMena voru fyrst til þess að kynna hann í landinu. Álfabikarinn er hins vegar mjög hentug lausn þar sem hann er endurnýtanlegur og endist mjög lengi eða í allt að 10 ár, umhverfisvænn, þægilegur í notkun og sparar notkun vatns og sápu miðað við aðra kosti eins og taubindi og klúta sem þarf að þvo reglulega,“ lýsir hún. Gefandi að sjá árangur Friðsemd segir starf sitt afar skemmtilegt enda engir tveir dagar eins. „Ég hef fengið að hitta margt fólk með ólíkan bakgrunn og ferðast mikið um landið. Skemmtilegast og mest gefandi finnst mér að taka beinan þátt í fræðslunni, sjá viðbrögð fólks við því sem við erum að ræða þar, heyra sögur kvennanna og upplifanir og svo að koma í eftirfylgni og sjá að við erum virkilega að hjálpa og jafnvel að breyta lífi þeirra til hins betra.“ Friðsemd tók mikinn þátt í verkefni WoMena í samstarfi við CARE Internat ional í flóttamannabúðunum Imvepi. „Þar gáfum við 100 flóttakonum frá Suður-Súdan álfabikarinn, fræðslu og eftirfylgni. Ástandið í búðunum er almennt verra en gengur og gerist í landinu en margar konurnar voru að nota gömul dagblöð, karton eða settust í sandinn og biðu á þessum tíma tíðahringsins. En nú tala þær um frelsið sem fylgir bikarnum og að þær geti gert hvað sem er; hvort sem er að fara í skólann, mæta á mikilvæga viðburði, ganga langar vegalengdir á markaðinn eða í matarúthlutun án þess að hafa áhyggjur af leka eða óþægindum. Þetta er rosalega valdeflandi fyrir þær,“ lýsir Friðsemd.Friðsemd starfar einnig sem sjálfboðaliði hjá CLF, samtökum sem vinna að því að auka möguleika stúlkna í Úganda til menntunar.Auk þess þurfi þær ekki lengur að selja hluta af matarúthlutuninni til þess að kaupa dömubindi og þær spari bæði vatn, sápu og tíma. „Einnig eru karlmennirnir sem tóku þátt í fræðslunni orðnir virkir talsmenn álfabikarsins í búðunum og eru að breyta viðhorfi annarra karlmanna varðandi blæðingar, sem er bara magnað að sjá.“Ýmsar áskoranir Friðsemd segir ýmsar áskoranir fylgja því að vinna fyrir hjálparsamtök í þróunarlandi. „Á skrifstofunni hægir reglulegt rafmagnsleysi, léleg nettenging og slíkt gífurlega á öllu, en þegar kemur að fræðslunni getur verið krefjandi að kynna fyrir fólki eitthvað sem margir eru mjög tortryggnir á. Það hjálpar að hafa gríðarlega trú á álfabikarnum og að sjá hvernig 99 prósent þeirra sem eru fyrst á móti bikarnum skipta um skoðun eftir að hafa lært meira og jafnvel byrjað að nota hann.“ Hún segir ýmsar menningarhugmyndir spila inn í. „Til dæmis er meydómurinn í hávegum hafður í sumum landshlutum og því erfitt að fá til dæmis foreldra til að leyfa dætrum sínum að nota bikarinn sem þau halda að muni rjúfa meyjarhaftið. Það þarf tíma og eftirfylgni til þess að fræða fólk og sannfæra um gildi bikarsins en svo er þetta auðvitað val hverrar og einnar,“ segir Friðsemd.Friðsemd með nokkrum konum úr Imvepi flóttamannabúðunum en um 100 konur í búðunum fengu álfabikarinn, fræðslu og eftirfylgni.Hlaupið fyrir CLF Samhliða starfi sínu hjá WoMena hefur Friðsemd verið sjálfboðaliði hjá CLF á Íslandi. „Samtökin hétu áður Alnæmisbörn en nafninu var nýlega breytt í CLF á Íslandi sem stendur fyrir Candle Light Foundation. Samtökin voru stofnuð af Erlu Halldórsdóttur heitinni til þess að auka möguleika stúlkna í Úganda á menntun. Í dag styðja þau mestmegnis við rekstur verkmenntaskólans Candle Light í grennd við Kampala. Skólinn býður upp á verknám fyrir stúlkur sem annars hafa ekki haft tækifæri til þess að klára hefðbundið nám vegna erfiðra félagslegra aðstæðna, líkt og fátæktar eða foreldramissis, en námið gefur þeim aukin tækifæri á atvinnumarkaði og til þess að standa á eigin fótum,“ lýsir Friðsemd sem tók við formennsku í stjórn samtakanna í vor. „Við í stjórninni sjáum aðallega um fjáröflun og annan stuðning við starfið úti. Nú styttist einmitt í Reykjavíkurmaraþonið þar sem nokkrir hlauparar ætla að hlaupa á vegum CLF á Íslandi. Ég vil því hvetja fólk til þess að heita á þessa frábæru hlaupara og styðja þannig við menntun og valdeflingu kvenna í Úganda,“ segir Friðsemd en hægt er að finna CLF á Íslandi á www.hlaupastyrkur.is, á Facebook, Instagram og heimasíðunni www.clf.is.Flökkukind í nýju hlutverki Friðsemd lýsir sér sem mikilli flökkukind enda hefur hún búið í þó nokkrum löndum og alltaf haft gaman af því að ferðast og kynnast ólíkum menningarheimum. Það átti því vel við að hún skyldi velja að læra mannfræði en að lokinni útskrift hér heima tók hún meistaragráðu í hnattrænni heilsu í Hollandi. Hún fór í fyrsta sinn til Úganda árið 2013. „Mig hafði lengi langað til Afríku og greip tækifærið þegar mér bauðst að fara í nokkurra mánaða sjálfboðastarf til Úganda á vegum CLF á Íslandi. „Ég varð strax heilluð af landinu; landslaginu, menningunni og fólkinu,“ segir Friðsemd sem var staðráðin í að snúa aftur þegar hún væri búin að læra og gæti í raun og veru gert gagn. „Í fyrra ákvað ég svo að gera mastersrannsókn mína í Úganda. Ég bjó þá í tvo mánuði í litlum afskekktum bæ úti á landi sem heitir Kisoro, en hann liggur við landamæri Rúanda og Kongó í suðvesturhorni Úganda. Það var mikil upplifun en héraðið er eitt það fallegasta, og bærinn umkringdur fjöllum og stöðuvötnum. En félagsleg vandamál eru útbreidd, fátækt mjög mikil og kynbundið ofbeldi ekki óalgengt,“ segir Friðsemd en rannsókn hennar gekk út á að skoða hugmyndir fólks um kynbundið ofbeldi og að kanna hvaða ástæður liggi að baki. „Ég fékk svo vinnu í Kampala, höfuðborg landsins, stuttu áður en ég útskrifaðist og hóf störf fyrir samtökin WoMena í ágúst í fyrra.“ Það hefur átt mjög vel við Friðsemd að búa í Úganda. „Úganda er ótrúlega fallegt land, með fjölbreytt landslag og ótrúlega margt að skoða. Ég mæli með því að ferðast þangað sem túristi; fara í safarí, górillutrekk, sigla um Níl og bara njóta. Svo er fólkið ótrúlega vinalegt, hjálpsamt og opið. Tónlistin er alls staðar og fólk kann að dansa og skemmta sér þegar það getur. Kampala er líka mjög skemmtileg og lifandi borg og manni leiðist aldrei. En auðvitað eru vandamálin mörg, og mikið atvinnuleysi, fátækt, pólitísk spilling og fleira. Það er ekkert land fullkomið en í grunninn á maður alltaf meira sameiginlegt með fólki en ekki. Það kom mér til dæmis á óvart hvað margir sem ég tala við eru alls ekki á móti samkynhneigðum, þó samkynhneigð sé bönnuð með lögum í landinu.“ Nú tekur við nýr kafli í lífi Friðsemdar en hún á von á barni og er því flutt heim til Íslands í bili. „Ég held þó áfram að vinna fyrir WoMena frá Íslandi á meðan ég get og ætla svo að sjá til eftir fæðingu. En ég fer aftur til Úganda – spurningin er bara hvenær!“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira