Stefnir á Ólympíuleikana 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 11:15 Valgarð Reinhardsson ætlar að byggja ofan á árangurinn sem hann náði á EM í Glasgow. Vísir/Getty „Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira