Farið verði með Kaspíahafið samtímis sem haf og stöðuvatn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, Hassam Rouhani, forseti Írans, Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gubanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistans, við undirritun samkomulagsins um Kaspíahaf sem fram fór í kasaska bænum Aktau í gær. Vísir/epa Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað. Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað.
Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36