Milljón og Pétur Jóhann hleypur aftur á bak Benedikt Bóas skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Pétur Jóhann er í dúndurformi og tilbúinn í slaginn. Hann tók meira að segja hlaupagallann með sér í sumarbústað um helgina. Í fyrra söfnuðust 118 milljónir til 152 góðgerðarfélaga en Pétur hleypur fyrir Bumbulóní. Mynd/Natan Bjarnason „Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00
„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30
„Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“