Valgarð Reinhardsson varð áttundi í úrslitum í stökki á EM í fimleikum í Glasgow í dag. Valgarð var fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í úrslitum í stökki.
Valgarð var með fimmta besta árangurinn af þeim átta sem komust í úrslitin í forkeppninni.
Hann þurfti að stíga út fyrir lendingardýnuna í lendingunni í fyrra stökkinu og fékk því 0,1 í frádrátt fyrir það. Annað stökkið heppnaðist heldur ekki alveg nógu vel og náði hann ekki að lenda á fótunum.
Heildareinkunn Valgarðs var 13,466 fyrir stökkin tvö.
Artur Dalaloyan frá Rússlandi sigraði keppnina með 14,900 stigum.
Þrátt fyrir möguleg vonbrigði hans með frammistöðuna er Valgarð áttundi besti stökkvarinn í Evrópu og getur verið stoltur með sinn árangur. Hann er aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til þess að keppa í úrslitum í fimleikum, aðeins Rúnar Alexandersson hefur náð því.
Valgarð varð áttundi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn