Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 TIl þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. Vísir/Getty Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira