Íslenska skíðalandsliðið æfir í skíðahúsi í flatasta landi í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 16:45 Mynd/Skíðasamband Íslands Besta skíðafólk landsins leitar áfram allra leiða til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið en nýjasta æfingaaðstaðan er á sérstökum stað. Það er ómögulegt að æfa skíðaíþróttina á sumrin á Íslandi og oft er snjórinn líka mjög lengi að koma á veturna. Okkar besta fólk leitar því oft erlendis til að komast í góðar skíðaðastæður og svo er einnig nú. Skíðasamband Íslands segir frá því á samfélagsmiðlum að fyrsta æfingaferð vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum sé nú hafin. Hluti af skíðalandsliðinu er nú við æfingar í skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Holland er flatasta land í Evrópu og stór hluti landsins er neðan sjávarmáls. Landgraaf er í suðausuturhluta Hollands við landamæri Þýskalands. Snow World í Landgraaf er stærsta skíðahöllin í Evrópu.Skíðasamband Íslands hafði valið í vor í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.A-landsliðKonur Freydís Halla Einarsdóttir Helga María VilhjálmsdóttirKarlar Sturla Snær SnorrasonB-landsliðKonur Andrea Björk Birkisdóttir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María FinnbogadóttirKarlar Bjarki Guðmundsson Gísli Rafn Guðmundsson Sigurður Hauksson Hér fyrir neðan má sjá myndband frá FIS-skíðamóti sem fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf. Aðrar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Besta skíðafólk landsins leitar áfram allra leiða til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið en nýjasta æfingaaðstaðan er á sérstökum stað. Það er ómögulegt að æfa skíðaíþróttina á sumrin á Íslandi og oft er snjórinn líka mjög lengi að koma á veturna. Okkar besta fólk leitar því oft erlendis til að komast í góðar skíðaðastæður og svo er einnig nú. Skíðasamband Íslands segir frá því á samfélagsmiðlum að fyrsta æfingaferð vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum sé nú hafin. Hluti af skíðalandsliðinu er nú við æfingar í skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Holland er flatasta land í Evrópu og stór hluti landsins er neðan sjávarmáls. Landgraaf er í suðausuturhluta Hollands við landamæri Þýskalands. Snow World í Landgraaf er stærsta skíðahöllin í Evrópu.Skíðasamband Íslands hafði valið í vor í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.A-landsliðKonur Freydís Halla Einarsdóttir Helga María VilhjálmsdóttirKarlar Sturla Snær SnorrasonB-landsliðKonur Andrea Björk Birkisdóttir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María FinnbogadóttirKarlar Bjarki Guðmundsson Gísli Rafn Guðmundsson Sigurður Hauksson Hér fyrir neðan má sjá myndband frá FIS-skíðamóti sem fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira