Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 09:00 Elon Musk. Vísir/AP Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði.
Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28