Stórveldin mætast í hundrað manna risaborðspili Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Tugir manna geta tekið þátt í Watch the Skies. Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið. Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið.
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira