Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 18:39 Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira