Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur og orðu í Líberíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 17:15 Arsène Wenger fær hér orðuna frá George Weah. Vísir/EPA Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu. Enski boltinn Líbería Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu.
Enski boltinn Líbería Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira