Kvörtun til Persónuverndar varpar ljósi á hatrammar nágrannadeilur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 11:15 Deilan snerist um öryggismyndavél á hárri stöng. Vísir/Getty Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.Persónuvernd barst kvörtun frá ónafngreindum aðila þann 21. september 2017 þess efnis að næstu nágrannar hans í ónafngreindu sveitarfélagi hafi sett upp myndavél á hárri stöng á húsi þeirra. Taldi sá sem kvartaði að myndavélin beindist að að húsi hans og í allar áttir, víða þar sem hann og fjölskylda hans væru á ferð um land sitt og taldi kvartandinn því að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra.Að mati hans væri vöktunina gróft inngrip í friðhelgi einkalífs hans og fleira fólks á svæðinu og að ekkert samráð hafi veri haft við uppsetningu myndavélarinnar. Deilurnar eiga upptök sín á nágrannabæjum í ótilgreindu sveitarfélagi.Vísir/GettyVöktunin til komin vegna morðhótunar Leitaði Persónuvernd eftir nánari skýringum frá nágranna mannsins. Í svari lögfræðings hans kom fram að umbjóðendur hans hafi sett upp eftirlitsmyndavél til að gæta að persónulegu öryggi sínu og verja eigur sínar. Búi þeir fjarri byggð og sé heimili þeirra berskjaldað. Tilgangurinn hafi verið tvenns konar, annars vegar að verja heimilið gegn innbrotum og hins vegar að verja eigur þeirra og þau sjálf gegn áreiti nágranna þeirra, sem kvartaði undan myndavélinni, en þau hafi um langt tímabil óttast um eigið öryggi og öryggi eigna sinna. Hafi þau gripið til þess ráðs að koma upp rafrænum vöktunarbúnaði í kjölfar morðhótunar, sem hafi verið kærð til lögreglu, auk skemmda á eigum og landi. Töldu þau eftirlitið nauðsynlegt til að tryggja persónulegt öryggi þeirra og eigna þeirra og að ekki væri unnt að ná þeim markmiðum án þess að vera með eftirlitsmyndavélabúnað, en að þau upplifi að öryggi sínu og eignum sé ógnað af nágranna þeirra sem lagði fram kvörtunina. Til stuðnings máls síns lögðu þau fram kæru til lögreglustjóra vegna hótana, sem þau létu fylgja svarbréfinu til Persónuverndar. Í svarbréfinu sagði einnig að um væri að ræða vöktun á einkalandi, svæði þar sem takmarkaður hópur fólks fari jafnan um. Önnur svæði hafi verið skyggð og því væri ekki haft eftirlit með öðrum einstaklingum en þeim sem eigi leið um landið. því væri ekki um að ræða íhlutun í einkalíf annarra einstaklinga en þeirra sem settu upp myndavélina.Sá sem kvartaði gaf lítið fyrir skýringar nágranna sinna um að nauðsynlegt væri að setja upp myndavélar til að tryggja öryggi í dreifbýlinu.Fréttablaðið/VilhelmTaldi sig vera undir stöðugu eftirliti Skömmu síðar var þeim sem kvartaði boðið að koma með athugasemdir við skýringar þeirra sem settu upp myndavélina. Í svari hans kemur fram að hann taldi að með myndavélavöktuninni séu nágrannar hans að reyna að koma höggi á sig og fjölskyldu hans. Taldi hann að orð þeirra í svarbréfinu vegna kvörtunarinnar væru „meiðyrði af verstu gerð“. Lýsti hann fyrri samskiptum þeirra fyrir lögreglu og dómstólum og sagði hann að hann hefði ekki kært nágranna sína, þrátt fyrir að „ærin ástæða væri til.“ Ítrekaði hann þá skoðun sína að vöktunarbúnaðurinn væri langt um fram þörf og sagðist hann upplifa að hann of fjölskyldan væru undir stöðugu eftirliti nágrannanna og að fjarlæga ætti búnaðinn. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að stofnunin geti aðeins tekið afstöðu til þeirrar rafrænu vöktunar sem kvartað var undir en annar ágreiningur nágrannnanna væri utan valdsviðs hennar. Segir einnig að almennt sé litið til þess að ábyrgðaraðila sé heimil vöktun á yfirráðasvæði sínu. Þó sé það mat Persónuverndar að rafræn vöktun á almannafæri skuli einungis vera á hendi lögreglunnar og að sú ráðstöfun að skyggja hluta myndefnisins dugi ekki til þess að einkaaðilum sé heimil rafræn vöktun á almannafæri sem ströng skilyrði gilda um. Taldi Persónuvernd að önnur vægari úrræði í boði til að tryggja öryggi og eignarvörslu á lóðinni sem um ræðir og var þeim sem settu upp myndavélina gert að breyta sjónarhorni og staðsetningu myndavélarinnar þannig að hún vísi ekki að svæðum á almannafæri eða eignum nágranna.Úrskurð Persónuverndar má lesa hér. Persónuvernd Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.Persónuvernd barst kvörtun frá ónafngreindum aðila þann 21. september 2017 þess efnis að næstu nágrannar hans í ónafngreindu sveitarfélagi hafi sett upp myndavél á hárri stöng á húsi þeirra. Taldi sá sem kvartaði að myndavélin beindist að að húsi hans og í allar áttir, víða þar sem hann og fjölskylda hans væru á ferð um land sitt og taldi kvartandinn því að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra.Að mati hans væri vöktunina gróft inngrip í friðhelgi einkalífs hans og fleira fólks á svæðinu og að ekkert samráð hafi veri haft við uppsetningu myndavélarinnar. Deilurnar eiga upptök sín á nágrannabæjum í ótilgreindu sveitarfélagi.Vísir/GettyVöktunin til komin vegna morðhótunar Leitaði Persónuvernd eftir nánari skýringum frá nágranna mannsins. Í svari lögfræðings hans kom fram að umbjóðendur hans hafi sett upp eftirlitsmyndavél til að gæta að persónulegu öryggi sínu og verja eigur sínar. Búi þeir fjarri byggð og sé heimili þeirra berskjaldað. Tilgangurinn hafi verið tvenns konar, annars vegar að verja heimilið gegn innbrotum og hins vegar að verja eigur þeirra og þau sjálf gegn áreiti nágranna þeirra, sem kvartaði undan myndavélinni, en þau hafi um langt tímabil óttast um eigið öryggi og öryggi eigna sinna. Hafi þau gripið til þess ráðs að koma upp rafrænum vöktunarbúnaði í kjölfar morðhótunar, sem hafi verið kærð til lögreglu, auk skemmda á eigum og landi. Töldu þau eftirlitið nauðsynlegt til að tryggja persónulegt öryggi þeirra og eigna þeirra og að ekki væri unnt að ná þeim markmiðum án þess að vera með eftirlitsmyndavélabúnað, en að þau upplifi að öryggi sínu og eignum sé ógnað af nágranna þeirra sem lagði fram kvörtunina. Til stuðnings máls síns lögðu þau fram kæru til lögreglustjóra vegna hótana, sem þau létu fylgja svarbréfinu til Persónuverndar. Í svarbréfinu sagði einnig að um væri að ræða vöktun á einkalandi, svæði þar sem takmarkaður hópur fólks fari jafnan um. Önnur svæði hafi verið skyggð og því væri ekki haft eftirlit með öðrum einstaklingum en þeim sem eigi leið um landið. því væri ekki um að ræða íhlutun í einkalíf annarra einstaklinga en þeirra sem settu upp myndavélina.Sá sem kvartaði gaf lítið fyrir skýringar nágranna sinna um að nauðsynlegt væri að setja upp myndavélar til að tryggja öryggi í dreifbýlinu.Fréttablaðið/VilhelmTaldi sig vera undir stöðugu eftirliti Skömmu síðar var þeim sem kvartaði boðið að koma með athugasemdir við skýringar þeirra sem settu upp myndavélina. Í svari hans kemur fram að hann taldi að með myndavélavöktuninni séu nágrannar hans að reyna að koma höggi á sig og fjölskyldu hans. Taldi hann að orð þeirra í svarbréfinu vegna kvörtunarinnar væru „meiðyrði af verstu gerð“. Lýsti hann fyrri samskiptum þeirra fyrir lögreglu og dómstólum og sagði hann að hann hefði ekki kært nágranna sína, þrátt fyrir að „ærin ástæða væri til.“ Ítrekaði hann þá skoðun sína að vöktunarbúnaðurinn væri langt um fram þörf og sagðist hann upplifa að hann of fjölskyldan væru undir stöðugu eftirliti nágrannanna og að fjarlæga ætti búnaðinn. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að stofnunin geti aðeins tekið afstöðu til þeirrar rafrænu vöktunar sem kvartað var undir en annar ágreiningur nágrannnanna væri utan valdsviðs hennar. Segir einnig að almennt sé litið til þess að ábyrgðaraðila sé heimil vöktun á yfirráðasvæði sínu. Þó sé það mat Persónuverndar að rafræn vöktun á almannafæri skuli einungis vera á hendi lögreglunnar og að sú ráðstöfun að skyggja hluta myndefnisins dugi ekki til þess að einkaaðilum sé heimil rafræn vöktun á almannafæri sem ströng skilyrði gilda um. Taldi Persónuvernd að önnur vægari úrræði í boði til að tryggja öryggi og eignarvörslu á lóðinni sem um ræðir og var þeim sem settu upp myndavélina gert að breyta sjónarhorni og staðsetningu myndavélarinnar þannig að hún vísi ekki að svæðum á almannafæri eða eignum nágranna.Úrskurð Persónuverndar má lesa hér.
Persónuvernd Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira