Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 09:00 Eric Hamrén fékk ekki langan tíma til undirbúnings. vísir/getty Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00