Sjáðu unga knattspyrnukonu spyrja reynda landsliðskonu spjörunum úr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. og Ída Marín Hermannsdóttir Mynd/Skjámynd/Landsbankinn Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira