Elskar að versla í karladeildum 23. ágúst 2018 14:30 Hildur segist ekki vera mikið í kjólum en þessi kjóll frá Cheap Monday er í uppáhaldi, skórnir eru frá Scorett í Svíþjóð og sokkarnir frá Asos. MYND/STEFÁN Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir þarf að eiga töluvert af fötum enda vill hún ekki vera oft í því sama á sviði. Hún reynir að kaupa ódýr og notuð föt og á mikið af flottum yfirhöfnum enda þær flíkur sem mest sést í á hinu kalda Íslandi. Spáir þú mikið í tísku? „Já, frekar mikið, ég elska að klæða mig alls konar og prófa nýja hluti! Ég spái meira í því sem mér sjálfri finnst kúl og átfittum sem virka vel á sviði heldur en dýrum merkjum og því hvað einhver segir að sé í tísku. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að hann sé ansi fjölbreyttur og litríkur. Ég elska bjarta liti og „oversized“ flíkur og flest sem sker sig úr. Þegar ég er uppi á sviði fer ég í extra áberandi föt og finnst geggjað að geta notað föt sem ég myndi kannski ekki vera í á venjulegum mánudegi. Ég elska líka að versla í karladeildunum í búðum. Hvar kaupir þú fötin þín? Á Íslandi er það aðallega Spúútnik, Fatamarkaðurinn Hlemmi og Zara. Erlendis elska ég And Other Stories, Monki og Weekday og svo versla ég hér og þar á netinu.“ Eyðir þú miklu í föt? „Já, maður kemst ekki beint hjá því þegar maður er oft uppi á sviði – og sérstaklega þegar maður vill alls ekki vera oft í sömu flík á sviðinu. Ég reyndar hef aldrei dottið í að kaupa dýrar flíkur, ég er meira í vintage og ódýrum búðum svo ég geti keypt mér meira. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Erfið spurning af því að það breytist svo hratt! Akkúrat núna eru það tveir kjólar frá Cheap Monday sem ég var að eignast, er eiginlega aldrei í kjólum en það er eitthvað við kjóla sem er svo sumarlegt og hresst.“ Uppáhaldshönnuður? „Ég á tvær vinkonur sem eru að hanna ótrúlega flott föt sem ég hef fengið að klæðast á sviði – Ragna Bjarna og Kristjana Björg. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Held það séu yfirhafnir, mig langar alltaf í fleiri. Ég á örugglega hlutfallslega mest af flottum yfirhöfnum enda þegar maður býr á Íslandi er það flíkin sem sést mest! Notar þú fylgihluti? Já, er eiginlega alltaf með hálsmen og svo elska ég derhúfur og húfur.“Áttu þér tískufyrirmynd? „Ég fylgi nokkrum rosa flottum stelpum á Instagram sem veita mér innblástur og svo finnst mér líka gaman að fylgjast með öðrum tónlistarkonum, hvernig þær klæða sig uppi á sviði. Hvað er fram undan? Sumarið hefur farið í að vinna í nýju efni og vinna í tónlist í Berlín, Stokkhólmi og fleiri stöðum. Svo eignaðist ég hvolp í vor, svo að sumarið hefur líka farið mikið í góðar stundir með henni og kærastanum mínum. Næstu mánuði verð ég á miklu flakki. Ég er að fara að spila slatta, gefa út nýtt efni og ferðast á marga spennandi staði sem ég hef ekki komið á áður. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna við tónlist sem fer með mig út um allan heim!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir þarf að eiga töluvert af fötum enda vill hún ekki vera oft í því sama á sviði. Hún reynir að kaupa ódýr og notuð föt og á mikið af flottum yfirhöfnum enda þær flíkur sem mest sést í á hinu kalda Íslandi. Spáir þú mikið í tísku? „Já, frekar mikið, ég elska að klæða mig alls konar og prófa nýja hluti! Ég spái meira í því sem mér sjálfri finnst kúl og átfittum sem virka vel á sviði heldur en dýrum merkjum og því hvað einhver segir að sé í tísku. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að hann sé ansi fjölbreyttur og litríkur. Ég elska bjarta liti og „oversized“ flíkur og flest sem sker sig úr. Þegar ég er uppi á sviði fer ég í extra áberandi föt og finnst geggjað að geta notað föt sem ég myndi kannski ekki vera í á venjulegum mánudegi. Ég elska líka að versla í karladeildunum í búðum. Hvar kaupir þú fötin þín? Á Íslandi er það aðallega Spúútnik, Fatamarkaðurinn Hlemmi og Zara. Erlendis elska ég And Other Stories, Monki og Weekday og svo versla ég hér og þar á netinu.“ Eyðir þú miklu í föt? „Já, maður kemst ekki beint hjá því þegar maður er oft uppi á sviði – og sérstaklega þegar maður vill alls ekki vera oft í sömu flík á sviðinu. Ég reyndar hef aldrei dottið í að kaupa dýrar flíkur, ég er meira í vintage og ódýrum búðum svo ég geti keypt mér meira. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Erfið spurning af því að það breytist svo hratt! Akkúrat núna eru það tveir kjólar frá Cheap Monday sem ég var að eignast, er eiginlega aldrei í kjólum en það er eitthvað við kjóla sem er svo sumarlegt og hresst.“ Uppáhaldshönnuður? „Ég á tvær vinkonur sem eru að hanna ótrúlega flott föt sem ég hef fengið að klæðast á sviði – Ragna Bjarna og Kristjana Björg. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Held það séu yfirhafnir, mig langar alltaf í fleiri. Ég á örugglega hlutfallslega mest af flottum yfirhöfnum enda þegar maður býr á Íslandi er það flíkin sem sést mest! Notar þú fylgihluti? Já, er eiginlega alltaf með hálsmen og svo elska ég derhúfur og húfur.“Áttu þér tískufyrirmynd? „Ég fylgi nokkrum rosa flottum stelpum á Instagram sem veita mér innblástur og svo finnst mér líka gaman að fylgjast með öðrum tónlistarkonum, hvernig þær klæða sig uppi á sviði. Hvað er fram undan? Sumarið hefur farið í að vinna í nýju efni og vinna í tónlist í Berlín, Stokkhólmi og fleiri stöðum. Svo eignaðist ég hvolp í vor, svo að sumarið hefur líka farið mikið í góðar stundir með henni og kærastanum mínum. Næstu mánuði verð ég á miklu flakki. Ég er að fara að spila slatta, gefa út nýtt efni og ferðast á marga spennandi staði sem ég hef ekki komið á áður. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna við tónlist sem fer með mig út um allan heim!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira