Tók lögin í eigin hendur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:41 Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband. Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband.
Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira