Þakklátur Bubbi segir rifna slagæð vera ástæðu fjarverunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 13:34 Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala og spilar því ekki í Hljómskálagarðinum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi. Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48