Menningarnóttin sem draumur í safnaradós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Flöskur streymdu til Sorpu í Ánanaustum í gær. Fréttablaðið/Garðar Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira