Rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæður um 9,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins. Áætlanir gerðu ráð fyrir 9,2 milljarða afgangi.
Niðurstaða A-hluta, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti byggir á skatttekjum, var jákvæð um rúma 3,7 milljarða sem var betri afkoma en áætlað var. Er það einkum vegna hærri tekna af sölu byggingarréttar, að því er segir í tilkynningu frá borginni.
Sjá einnig: Níu milljarða afgangur af rekstri borgarinnar
Rekstur samstæðu Kópavogsbæjar var jákvæður um 502 milljónir króna á fyrri hluta ársins, miðað við átta milljóna króna áætlun.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að helstu ástæður mismunarins séu þær að skatttekjur voru umfram áætlun, verðbólga lægri en ráð var fyrir gert og söluhagnaður vegna lóðaúthlutana og sölu á fasteignum í Fannborg.

