Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Sigrún Edda fjallkona á leið í ræðustól að flytja ljóð á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Sjá meira
„Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Sjá meira