Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 13:30 Bræðurnir Guðmundur Óli og Ólafur Jóhann Steingrímssynir hér á fullu í leik með Völsungi í sumar. hafþór hreiðarsson/640.is Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. Dómari leiks Hugins og Völsungs rak vitlausan mann af velli í leiknum og einum fleiri náði Huginn að tryggja sér sigur. Afar sárt fyrir Húsvíkinga sem hafa verið í einkar harðri toppbaráttu í hinni jöfnu 2. deild. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði málinu frá þó svo enginn vafi léki á því að dómarinn hefði gert mistök og síðan gefið inn ranga skýrslu. Skýrsla dómarans var ekki í takti við það sem gerðist á vellinum og því var skýrslan fölsuð að mati Völsunga. Völsungur hefur áfrýjað þessari niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. Liðið er í fimmta sæti 2. deildar, tveimur stigum á eftir liðinu í öðru sæti.Úr leik Völsungs og Tindastóls í sumar.Hafþór Hreiðarsson/640.isHér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs:Í kjölfar leiks Hugins og Völsungs í 2. deild karla Í leik Hugins og Völsungs í 2.deild karla þann 17.ágúst sl. kom upp atvik sem hafði afgerandi áhrif á úrslit leiksins.Dómari leiksins gaf leikmanni Völsungs rauða spjaldið á 90.-91.mín eftir langa reikistefnu. Gaf hann honum gult spjald, réttilega, fyrir brot hátt á vellinum. Saklaust brot en réttilega gult spjald.Dómarinn taldi að leikmaðurinn væri þegar kominn með gult og þ.a.l. vísaði honum út af. Hann tók sér langan tíma í verknaðinn enda virtist hann alls ekki viss. Aðstoðar- og eftirlitsdómari reyndu að stoppa dómarann en honum varð ekki haggað á endanum. Vísaði leikmanninum útaf og á þessum 6-7 mín sem leiknar voru eftir þessa miklu töf skora Huginsmenn sigurmark – ranglega einum fleiri.Ekkert þarf að ræða frekar gríðarlega umdeilda dómgæslu í þessum leik en svo virtist sem dómarinn hafi alls ekki verið í jafnvægi frá upphafi. Efni í heilt viðtal ef fara ætti þangað.Það sem gerist hinsvegar eftir leik er eitthvað sem verður til þess að Völsungur getur ekki sætt sig við niðurstöðuna.Dómarinn skilar inn skýrslu leiksins eins og honum ber skylda til. Hann hefur auðsýnilega séð að sér og breytir því skýrslunni. Sendir hana þannig inn til KSÍ að ekkert rautt hafi verið gefið á leikmann Völsungs. Aðeins gult (eins og auðvitað átti að gera í leiknum sjálfum). Eyddi því sönnunargögnum um rauða spaldið – falsaði skýrsluna – og Völsungur lék því einum færri í 6-7 mínútur fullkomlega að ástæðulausu. En það kemur hvergi fram á skýrslu samt.Nú er skýrt í lögum að ákvarðanir dómara eru endanlegar eftir að leikur er flautaður á aftur. Hvað þá flautaður af. Ekki einu sinni KSÍ (aga- og úrskurðarnefnd) getur breytt dómum dómara sbr. 5.gr knattspyrnulaganna.Dómarinn getur ekki breytt úrskurði sínum jafnvel þó hann komist sjálfur að raun um, eða eftir ábendingu annarra í dómarateyminu, að dómurinn sé rangur, ef leikurinn hefur verið hafinn að nýju, eða ef dómarinn hefur flautað til loka fyrri eða seinni hálfleiks (þ.m.t. framlengingar) og farið út af leikvellinum eða hafi hann slitið leiknum.Það var því eðlilegt af Völsungi að kæra framkvæmd leiksins og þann gjörning sem dómarinn fremur eftir leik með því að falsa leikskýrsluna. Þar með fer hann sjálfur á svig við fyrrnefnd lög þar sem ákvörðunum dómara verður ekki breytt eftir á. Samt gerir hann það á leikskýrslunni!Mikil og þung viðurlög eru við fölsun leikskýrslu og úrslit leikja geta eðlilega ekki staðið óbreytt enda hafði þetta gríðarleg áhrif á niðurstöðuna.Völsungur og Huginn eru bæði í baráttu á toppi og botni og hvert stig telur. Eðlilega fagna Huginsmenn niðurstöðu leiksins í þeirri baráttu sem þeir eru. En þarna voru lög brotin og afdrifarík grundvallarmistök gerð.Í kæru Völsungs var krafa um að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði svo að síðustu 6 mínútur leiksins yrðu spilaðar aftur. Vitandi þó að ákvæði væri til um að endurspila allan leikinn, en ekki um hluta hans eins og aðalkrafa Völsungs hljóðaði upp á. Þarna telur félagið sig fara ákveðinn stíg í anda íþróttanna – að endurspila ekki meira en því sem nemur tímanum sem þeir léku ranglega einum færri - enda urðu þessi afdrifaríku mistök ekki fyrr en á lokamínútum leiksins. Varakrafa hljóðaði upp á endurspilun alls leiksins.Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar virtist ekki vel unnin og illa uppsett. Málinu var í fáum orðum vísað frá þar sem ekki væri ákvæði til um að endurspila nokkrar mínútur. Þó kemur fram í niðurstöðu nefndarinnar að allir málsaðilar eru sammála um brot, grundvallarmistök dómara og 100% einhugur um málsatvik. Enda þurfti ekki einu sinni vitnaleiðslur til. Skýrsla eftirlitsdómara og dómara varpaði skýru ljósi á öll málsatvik.Nefndin ákvað að skauta hjá varakröfunni og leysti ekki úr henni.Ekki verður annað séð en að aga- og úrskurðarnefnd og þar með KSÍ sé að leggja blessun sína yfir fölsun dómara á leikskýrslum. Sambandið verður væntanlega að skoða eftirfarandi eitthvað betur:Ákvæði 40.3. og 40.4. í reglugerð um knattspyrnumót: 40.3. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. 40.4. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.En kannski þarf það ekkert. Dómarar eru ekki tilgreindir þarna sérstaklega svo líklega hafa þeir fullt leyfi til að hagræða sannleikanum ef hentar.Völsungur áfrýjar að sjálfsögðu skringilegri niðurstöðu aga-og úrskurðarnefndar enda hafa löglærðir menn flissað að niðurstöðunni. Það verður í hið minnsta að leysa úr kröfum kæranda hvernig svo sem menn túlka einstaka ákvæði.Við bíðum spenntir eftir niðurstöðu og teljum að hún gæti orðið fordæmisgefandi þó ekki væri nema fyrir að KSÍ legði blessun sína yfir leikskýrslufölsun.Dómari leiksins fékk slæma einkunn, eðlilega, hjá eftirlitsdómara leiksins og átti líklega sinn allra versta dag. Hvort sem manneklu í dómarastéttinni er um að kenna eða einhverju öðru þá dæmdi umræddur dómari leik daginn eftir í sömu deild. Dæmdi aftur í sömu deild fjórum dögum síðar. Var svo fjórði dómari í leik skemmtilegum 3-3 leik KA og Vals á Akureyri í Pepsi deildinni á dögunum.Getur verið að mannekla í dómarastéttinni sé farin að bitna með beinum hætti á úrskurði og utanumhald KSÍ á mótum sambandsins? Það verður a.m.k. spennandi að sjá hvort svo sé í þessu tilviki þegar niðurstaða áfrýjunardómstóls liggur fyrir. F.h. knattspyrnudeildar Völsungs,Haukur Eiðsson Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. Dómari leiks Hugins og Völsungs rak vitlausan mann af velli í leiknum og einum fleiri náði Huginn að tryggja sér sigur. Afar sárt fyrir Húsvíkinga sem hafa verið í einkar harðri toppbaráttu í hinni jöfnu 2. deild. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði málinu frá þó svo enginn vafi léki á því að dómarinn hefði gert mistök og síðan gefið inn ranga skýrslu. Skýrsla dómarans var ekki í takti við það sem gerðist á vellinum og því var skýrslan fölsuð að mati Völsunga. Völsungur hefur áfrýjað þessari niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. Liðið er í fimmta sæti 2. deildar, tveimur stigum á eftir liðinu í öðru sæti.Úr leik Völsungs og Tindastóls í sumar.Hafþór Hreiðarsson/640.isHér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs:Í kjölfar leiks Hugins og Völsungs í 2. deild karla Í leik Hugins og Völsungs í 2.deild karla þann 17.ágúst sl. kom upp atvik sem hafði afgerandi áhrif á úrslit leiksins.Dómari leiksins gaf leikmanni Völsungs rauða spjaldið á 90.-91.mín eftir langa reikistefnu. Gaf hann honum gult spjald, réttilega, fyrir brot hátt á vellinum. Saklaust brot en réttilega gult spjald.Dómarinn taldi að leikmaðurinn væri þegar kominn með gult og þ.a.l. vísaði honum út af. Hann tók sér langan tíma í verknaðinn enda virtist hann alls ekki viss. Aðstoðar- og eftirlitsdómari reyndu að stoppa dómarann en honum varð ekki haggað á endanum. Vísaði leikmanninum útaf og á þessum 6-7 mín sem leiknar voru eftir þessa miklu töf skora Huginsmenn sigurmark – ranglega einum fleiri.Ekkert þarf að ræða frekar gríðarlega umdeilda dómgæslu í þessum leik en svo virtist sem dómarinn hafi alls ekki verið í jafnvægi frá upphafi. Efni í heilt viðtal ef fara ætti þangað.Það sem gerist hinsvegar eftir leik er eitthvað sem verður til þess að Völsungur getur ekki sætt sig við niðurstöðuna.Dómarinn skilar inn skýrslu leiksins eins og honum ber skylda til. Hann hefur auðsýnilega séð að sér og breytir því skýrslunni. Sendir hana þannig inn til KSÍ að ekkert rautt hafi verið gefið á leikmann Völsungs. Aðeins gult (eins og auðvitað átti að gera í leiknum sjálfum). Eyddi því sönnunargögnum um rauða spaldið – falsaði skýrsluna – og Völsungur lék því einum færri í 6-7 mínútur fullkomlega að ástæðulausu. En það kemur hvergi fram á skýrslu samt.Nú er skýrt í lögum að ákvarðanir dómara eru endanlegar eftir að leikur er flautaður á aftur. Hvað þá flautaður af. Ekki einu sinni KSÍ (aga- og úrskurðarnefnd) getur breytt dómum dómara sbr. 5.gr knattspyrnulaganna.Dómarinn getur ekki breytt úrskurði sínum jafnvel þó hann komist sjálfur að raun um, eða eftir ábendingu annarra í dómarateyminu, að dómurinn sé rangur, ef leikurinn hefur verið hafinn að nýju, eða ef dómarinn hefur flautað til loka fyrri eða seinni hálfleiks (þ.m.t. framlengingar) og farið út af leikvellinum eða hafi hann slitið leiknum.Það var því eðlilegt af Völsungi að kæra framkvæmd leiksins og þann gjörning sem dómarinn fremur eftir leik með því að falsa leikskýrsluna. Þar með fer hann sjálfur á svig við fyrrnefnd lög þar sem ákvörðunum dómara verður ekki breytt eftir á. Samt gerir hann það á leikskýrslunni!Mikil og þung viðurlög eru við fölsun leikskýrslu og úrslit leikja geta eðlilega ekki staðið óbreytt enda hafði þetta gríðarleg áhrif á niðurstöðuna.Völsungur og Huginn eru bæði í baráttu á toppi og botni og hvert stig telur. Eðlilega fagna Huginsmenn niðurstöðu leiksins í þeirri baráttu sem þeir eru. En þarna voru lög brotin og afdrifarík grundvallarmistök gerð.Í kæru Völsungs var krafa um að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði svo að síðustu 6 mínútur leiksins yrðu spilaðar aftur. Vitandi þó að ákvæði væri til um að endurspila allan leikinn, en ekki um hluta hans eins og aðalkrafa Völsungs hljóðaði upp á. Þarna telur félagið sig fara ákveðinn stíg í anda íþróttanna – að endurspila ekki meira en því sem nemur tímanum sem þeir léku ranglega einum færri - enda urðu þessi afdrifaríku mistök ekki fyrr en á lokamínútum leiksins. Varakrafa hljóðaði upp á endurspilun alls leiksins.Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar virtist ekki vel unnin og illa uppsett. Málinu var í fáum orðum vísað frá þar sem ekki væri ákvæði til um að endurspila nokkrar mínútur. Þó kemur fram í niðurstöðu nefndarinnar að allir málsaðilar eru sammála um brot, grundvallarmistök dómara og 100% einhugur um málsatvik. Enda þurfti ekki einu sinni vitnaleiðslur til. Skýrsla eftirlitsdómara og dómara varpaði skýru ljósi á öll málsatvik.Nefndin ákvað að skauta hjá varakröfunni og leysti ekki úr henni.Ekki verður annað séð en að aga- og úrskurðarnefnd og þar með KSÍ sé að leggja blessun sína yfir fölsun dómara á leikskýrslum. Sambandið verður væntanlega að skoða eftirfarandi eitthvað betur:Ákvæði 40.3. og 40.4. í reglugerð um knattspyrnumót: 40.3. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. 40.4. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.En kannski þarf það ekkert. Dómarar eru ekki tilgreindir þarna sérstaklega svo líklega hafa þeir fullt leyfi til að hagræða sannleikanum ef hentar.Völsungur áfrýjar að sjálfsögðu skringilegri niðurstöðu aga-og úrskurðarnefndar enda hafa löglærðir menn flissað að niðurstöðunni. Það verður í hið minnsta að leysa úr kröfum kæranda hvernig svo sem menn túlka einstaka ákvæði.Við bíðum spenntir eftir niðurstöðu og teljum að hún gæti orðið fordæmisgefandi þó ekki væri nema fyrir að KSÍ legði blessun sína yfir leikskýrslufölsun.Dómari leiksins fékk slæma einkunn, eðlilega, hjá eftirlitsdómara leiksins og átti líklega sinn allra versta dag. Hvort sem manneklu í dómarastéttinni er um að kenna eða einhverju öðru þá dæmdi umræddur dómari leik daginn eftir í sömu deild. Dæmdi aftur í sömu deild fjórum dögum síðar. Var svo fjórði dómari í leik skemmtilegum 3-3 leik KA og Vals á Akureyri í Pepsi deildinni á dögunum.Getur verið að mannekla í dómarastéttinni sé farin að bitna með beinum hætti á úrskurði og utanumhald KSÍ á mótum sambandsins? Það verður a.m.k. spennandi að sjá hvort svo sé í þessu tilviki þegar niðurstaða áfrýjunardómstóls liggur fyrir. F.h. knattspyrnudeildar Völsungs,Haukur Eiðsson
Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira