Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Benedikt Bóas skrifar 6. september 2018 06:00 Kristín var að sjálfsögðu mætt á forsýningu myndarinnar á þriðjudag. Hér ásamt Hildi Karen. Myndin verður frumsýnd á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir þreif ekki á sér húðina, sat í sminkstólnum í um 90 mínútur á dag og lagði ansi mikið á sig til að ná gervi Magneu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Kristín Júlla förðunarmeistari sá um gervið í myndinni og þó hún vinni bak við myndavélina er hún ein stærsta stjarna myndarinnar. Öll gervi í myndinni eru ótrúlega góð. „Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.” Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun. „Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“ Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Molière sem sýnd verður í apríl.. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir þreif ekki á sér húðina, sat í sminkstólnum í um 90 mínútur á dag og lagði ansi mikið á sig til að ná gervi Magneu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Kristín Júlla förðunarmeistari sá um gervið í myndinni og þó hún vinni bak við myndavélina er hún ein stærsta stjarna myndarinnar. Öll gervi í myndinni eru ótrúlega góð. „Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.” Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun. „Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“ Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Molière sem sýnd verður í apríl..
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30
Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00
Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30