María skipuð forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 15:42 María Heimisdóttir tekur við embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þann 31. október næstkomandi. Mynd/Stjórnarráðið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. María tekur við embættinu af Steingrími Ara Arasyni, núverandi forstjóra, þegar hann lætur af störfum 31. október næstkomandi. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, lauk MBA námi frá University of Connecticut árið 1997 með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu, og síðan doktorsnámi í lýðheilsufræðum (PhD), samhliða vinnu við kennslu og rannsóknir, frá University of Massachusetts árið 2002. María hefur frá árinu 2010 verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala en hafði áður veitt forstöðu upplýsinga- og hagdeild spítalans árin 2006 – 2010. Árin 1999 til 2002 starfaði María hjá Íslenskri erfðagreiningu við þróunarverkefni. María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum, sinnt akademískum leiðbeinanda- og prófdómarastörfum og stundað kennslu á sviði stjórnunar, lýðheilsu og klínískrar upplýsingatækni, m.a. í læknadeild og félagsfræðideild HÍ. Skipun ráðherra í embættið er í samræmi við tillögu stjórnar sjúkratrygginga en María var önnur tveggja úr hópi ellefu umsækjenda sem stjórnin taldi hæfasta til að gegna embættinu. Ráðherra ræddi við þessa tvo umsækjendur og tók í kjölfar þess ákvörðun sína um skipun í embættið. Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. María tekur við embættinu af Steingrími Ara Arasyni, núverandi forstjóra, þegar hann lætur af störfum 31. október næstkomandi. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, lauk MBA námi frá University of Connecticut árið 1997 með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu, og síðan doktorsnámi í lýðheilsufræðum (PhD), samhliða vinnu við kennslu og rannsóknir, frá University of Massachusetts árið 2002. María hefur frá árinu 2010 verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala en hafði áður veitt forstöðu upplýsinga- og hagdeild spítalans árin 2006 – 2010. Árin 1999 til 2002 starfaði María hjá Íslenskri erfðagreiningu við þróunarverkefni. María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum, sinnt akademískum leiðbeinanda- og prófdómarastörfum og stundað kennslu á sviði stjórnunar, lýðheilsu og klínískrar upplýsingatækni, m.a. í læknadeild og félagsfræðideild HÍ. Skipun ráðherra í embættið er í samræmi við tillögu stjórnar sjúkratrygginga en María var önnur tveggja úr hópi ellefu umsækjenda sem stjórnin taldi hæfasta til að gegna embættinu. Ráðherra ræddi við þessa tvo umsækjendur og tók í kjölfar þess ákvörðun sína um skipun í embættið.
Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira