Formaður ólympíunefndarinnar vill ekki að keppt verði í „morðingjaleikjum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 16:18 E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Vísir/EPA Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“ Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“
Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira