Diego Costa spilar ekki Englandsleikinn af persónulegum ástæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 19:00 Diego Costa og Sergio Ramos. Vísir/Getty Diego Costa mun ekki snúa aftur til Lundúna á laugardaginn kemur eins og búist var við. Spænska landsliðið mun þá mæta því enska í Þjóðadeildinni en þurfa að gera það án aðalframherja síns. Diego Costa hefur dregið sig út úr spænska landsliðinu af persónulegum ástæðum. Sögusagnir á Spáni eru að það sé vegna þess að kona hans sé að eignast þeirra annað barn.#DiegoCosta withdraws from #Spain squad for personal reasons: #Spain coach Luis Enrique says that he rates both #DiegoCosta and Alvaro Morata and stresses that they have very different qualities. Spain called up #CeltaVigo striker #IagoAspas to replace… https://t.co/rEgsxvKW0rpic.twitter.com/t9ITUhlbii — Atleti_MP (@Atleti_MP) September 3, 2018 Diego Costa gerði garðinn frægan með Chelsea-liðinu en var síðan henti skyndilega út í kuldann þrátt fyrir að vera 20 marka maður á Englandsmeistaratímabili Chelsea. Diego Costa vann enska titilinn með Chelsea bæði 2015 og 2017. Diego Costa endaði á því að spila ekki í hálft ár en fara svo í sitt gamla félag Atletico Madrid. Hann vann spænska titilinn með Atletico 2014 og Evrópudeildina með Madrid liðinu síðasta vor. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán en þarf af skoraði hann þrjú markanna á HM í Rússlandi í sumar. Gamall Liverpool maður kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir Diego Costa en það er Iago Aspas sem spilar með Celta Vigo.OFICIAL | @diegocosta causa baja en la concentración. Su puesto será ocupado por @aspas10#UnaNuevaIlusiónpic.twitter.com/I2dD7cp3rN — Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) September 3, 2018Þetta eru fyrstu landsleikir Spánverja undir stjórn Luis Enrique. Hann hafði hent Iago Aspas út úr landsliðinu en þurfti nú að kalla aftur á hann. Alls gerði Luis Enrique upphaflega sjö breytingar á HM-hópi Spánverjar en meðal þeirra sem misstu sætið sitt voru Nacho Monreal hjá Arsenal, Jordi Alba hjá Barcelona og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Spánn spilar við England á Wembley á laugardaginn og fær síðan Króatíu í heimsókn þremur dögum seinna. Þetta er líklega einn allra erfiðasti riðillinn í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Diego Costa mun ekki snúa aftur til Lundúna á laugardaginn kemur eins og búist var við. Spænska landsliðið mun þá mæta því enska í Þjóðadeildinni en þurfa að gera það án aðalframherja síns. Diego Costa hefur dregið sig út úr spænska landsliðinu af persónulegum ástæðum. Sögusagnir á Spáni eru að það sé vegna þess að kona hans sé að eignast þeirra annað barn.#DiegoCosta withdraws from #Spain squad for personal reasons: #Spain coach Luis Enrique says that he rates both #DiegoCosta and Alvaro Morata and stresses that they have very different qualities. Spain called up #CeltaVigo striker #IagoAspas to replace… https://t.co/rEgsxvKW0rpic.twitter.com/t9ITUhlbii — Atleti_MP (@Atleti_MP) September 3, 2018 Diego Costa gerði garðinn frægan með Chelsea-liðinu en var síðan henti skyndilega út í kuldann þrátt fyrir að vera 20 marka maður á Englandsmeistaratímabili Chelsea. Diego Costa vann enska titilinn með Chelsea bæði 2015 og 2017. Diego Costa endaði á því að spila ekki í hálft ár en fara svo í sitt gamla félag Atletico Madrid. Hann vann spænska titilinn með Atletico 2014 og Evrópudeildina með Madrid liðinu síðasta vor. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán en þarf af skoraði hann þrjú markanna á HM í Rússlandi í sumar. Gamall Liverpool maður kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir Diego Costa en það er Iago Aspas sem spilar með Celta Vigo.OFICIAL | @diegocosta causa baja en la concentración. Su puesto será ocupado por @aspas10#UnaNuevaIlusiónpic.twitter.com/I2dD7cp3rN — Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) September 3, 2018Þetta eru fyrstu landsleikir Spánverja undir stjórn Luis Enrique. Hann hafði hent Iago Aspas út úr landsliðinu en þurfti nú að kalla aftur á hann. Alls gerði Luis Enrique upphaflega sjö breytingar á HM-hópi Spánverjar en meðal þeirra sem misstu sætið sitt voru Nacho Monreal hjá Arsenal, Jordi Alba hjá Barcelona og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Spánn spilar við England á Wembley á laugardaginn og fær síðan Króatíu í heimsókn þremur dögum seinna. Þetta er líklega einn allra erfiðasti riðillinn í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira