Hulduhöfundur fjallar um uppþot á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 06:00 Árni Kristjánsson leikstjóri segist skilja ósk höfundar um nafnleynd. Leiklestur fer fram í Hannesarholti í dag. Fréttablaðið/Anton brink „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira