Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. september 2018 19:55 Davíð fagnar ásamt dóttur sinni eftir leikinn í kvöld. vísir/daníel FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira