Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á Laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00