Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 17:29 Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56